Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Mynd / Úr einkasafni
Lesendarýni 16. mars 2022

Samstíga sauðfjárbændur

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Búgreinaþing sauðfjárbænda sem haldið var 3-4. mars var vel heppnað. Á fundinum voru málefni sauðfjárræktarinnar rædd vítt og breitt. Upp úr stendur umræða um afkomu greinarinnar, enda staða sauðfjárbænda mjög erfið á þessum miklu óvissutímum. Á fundinum voru samþykktar áherslur varðandi endurskoðun sauðfjársamnings og lögð áhersla á að hefja þá vinnu sem fyrst þannig að breytingar taki gildi 1. janúar 2023.

Það er algjört forgangsatriði nýrrar stjórnar að vinna að því að bæta afkomu sauðfjárbænda. Bændur hafa undanfarin ár unnið mikið og gott starf við að efla sinn búrekstur og munu halda því áfram. Þetta má t.d. sjá í aukinni afurðasemi og bættri flokkun sláturlamba. Þá felast mikil tækifæri í hagræðingu í afurðageiranum en óvíst hvernig næst að sækja hana. Hér skiptir máli að stjórnvöld stígi fram og skapi skilyrði til að sækja þessa hagræðingu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár safnað saman gögnum um rekstur sauðfjárbúa. Á grunni þessa gagnasafns getum við sett fram skýrar og vel rökstuddar kröfur um afurðaverð til bænda. Miðað við fyrirliggjandi gögn frá RML þarf afurðaverð, að lágmarki, að vera 850 kr/kg á komandi hausti.

Ef ekki verður viðsnúningur í afkomu sauðfjárbænda mun draga verulega úr framleiðslu á næstu árum með tilheyrandi byggðaröskun. Það er mikilvægt að hafa í huga þann mikla mannauð sem sveitir landsins búa yfir. Mörgum hefur verið tíðrætt um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum landbúnaði á síðastliðnum árum m.a. á sviði loftslagsmála. Bændur munu grípa þau tækifæri sem gefast, það hafa þeir alltaf gert. En besta leiðin til að virkja hugvit og áræðni íslenskra bænda er að tryggja þeim sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Ef okkur tekst það, þá eru bændum allir vegir færir.

Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð,
formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...