Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Mynd / Úr einkasafni
Lesendarýni 16. mars 2022

Samstíga sauðfjárbændur

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Búgreinaþing sauðfjárbænda sem haldið var 3-4. mars var vel heppnað. Á fundinum voru málefni sauðfjárræktarinnar rædd vítt og breitt. Upp úr stendur umræða um afkomu greinarinnar, enda staða sauðfjárbænda mjög erfið á þessum miklu óvissutímum. Á fundinum voru samþykktar áherslur varðandi endurskoðun sauðfjársamnings og lögð áhersla á að hefja þá vinnu sem fyrst þannig að breytingar taki gildi 1. janúar 2023.

Það er algjört forgangsatriði nýrrar stjórnar að vinna að því að bæta afkomu sauðfjárbænda. Bændur hafa undanfarin ár unnið mikið og gott starf við að efla sinn búrekstur og munu halda því áfram. Þetta má t.d. sjá í aukinni afurðasemi og bættri flokkun sláturlamba. Þá felast mikil tækifæri í hagræðingu í afurðageiranum en óvíst hvernig næst að sækja hana. Hér skiptir máli að stjórnvöld stígi fram og skapi skilyrði til að sækja þessa hagræðingu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár safnað saman gögnum um rekstur sauðfjárbúa. Á grunni þessa gagnasafns getum við sett fram skýrar og vel rökstuddar kröfur um afurðaverð til bænda. Miðað við fyrirliggjandi gögn frá RML þarf afurðaverð, að lágmarki, að vera 850 kr/kg á komandi hausti.

Ef ekki verður viðsnúningur í afkomu sauðfjárbænda mun draga verulega úr framleiðslu á næstu árum með tilheyrandi byggðaröskun. Það er mikilvægt að hafa í huga þann mikla mannauð sem sveitir landsins búa yfir. Mörgum hefur verið tíðrætt um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum landbúnaði á síðastliðnum árum m.a. á sviði loftslagsmála. Bændur munu grípa þau tækifæri sem gefast, það hafa þeir alltaf gert. En besta leiðin til að virkja hugvit og áræðni íslenskra bænda er að tryggja þeim sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Ef okkur tekst það, þá eru bændum allir vegir færir.

Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð,
formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...