Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Mynd / Úr einkasafni
Lesendarýni 16. mars 2022

Samstíga sauðfjárbændur

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Búgreinaþing sauðfjárbænda sem haldið var 3-4. mars var vel heppnað. Á fundinum voru málefni sauðfjárræktarinnar rædd vítt og breitt. Upp úr stendur umræða um afkomu greinarinnar, enda staða sauðfjárbænda mjög erfið á þessum miklu óvissutímum. Á fundinum voru samþykktar áherslur varðandi endurskoðun sauðfjársamnings og lögð áhersla á að hefja þá vinnu sem fyrst þannig að breytingar taki gildi 1. janúar 2023.

Það er algjört forgangsatriði nýrrar stjórnar að vinna að því að bæta afkomu sauðfjárbænda. Bændur hafa undanfarin ár unnið mikið og gott starf við að efla sinn búrekstur og munu halda því áfram. Þetta má t.d. sjá í aukinni afurðasemi og bættri flokkun sláturlamba. Þá felast mikil tækifæri í hagræðingu í afurðageiranum en óvíst hvernig næst að sækja hana. Hér skiptir máli að stjórnvöld stígi fram og skapi skilyrði til að sækja þessa hagræðingu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár safnað saman gögnum um rekstur sauðfjárbúa. Á grunni þessa gagnasafns getum við sett fram skýrar og vel rökstuddar kröfur um afurðaverð til bænda. Miðað við fyrirliggjandi gögn frá RML þarf afurðaverð, að lágmarki, að vera 850 kr/kg á komandi hausti.

Ef ekki verður viðsnúningur í afkomu sauðfjárbænda mun draga verulega úr framleiðslu á næstu árum með tilheyrandi byggðaröskun. Það er mikilvægt að hafa í huga þann mikla mannauð sem sveitir landsins búa yfir. Mörgum hefur verið tíðrætt um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum landbúnaði á síðastliðnum árum m.a. á sviði loftslagsmála. Bændur munu grípa þau tækifæri sem gefast, það hafa þeir alltaf gert. En besta leiðin til að virkja hugvit og áræðni íslenskra bænda er að tryggja þeim sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Ef okkur tekst það, þá eru bændum allir vegir færir.

Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð,
formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...