Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óvissa sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé
Lesendarýni 11. júlí 2023

Óvissa sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.

Nýlega felldi innviðaráðuneytið úr gildi fyrri leiðbeiningar um skyldur sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé, ljóst þykir að ekki er enn fyrirséð hvernig sveitarfélög beri að standa að málum.

Anton Guðmundsson

Kemur þar til að þau lög sem nú eru talin gilda þegar fé fer um annarra lönd heyra undir matvælaráðuneytið og það hefur ekki enn gefið út leiðbeiningar um framkvæmd þeirra. Einnig er talið nauðsynlegt að sveitarfélögin komi sér upp verklagsreglum til að réttur allra hlutaðeigandi verði virtur við ákvörðun um smölun ágangsfjár og innheimtu kostnaðar, þar sem það telst stjórnvaldsákvörðun.

Í ákvæði laga um búfjárhald og afréttarmálefni er ekkert samræmi um hvernig skuli framkvæma slík tilfelli, eins og innviðaráðuneytið bendir á.

Í leiðbeiningum ráðuneytisins hefur komið fram að túlkun að ákvæði laga um búfjárhald gengju framar ákvæðum laga um afréttar- málefni, fjallskil og fleira. Í því felist að umráðamanni lands beri sjálfum að taka ákvörðun um að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað til að umgangur og beit búfjár sé þar bönnuð. Þá þurfi girðingar að vera í lagi. Landeigandinn geti því ekki krafist þess að sveitarfélagið láti smala ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimahögum. Málinu var skotið til umboðsmanns Alþingis sem taldi að leiðbeiningar ráðuneytisins samrýmdust ekki lögum og beindi því til ráðuneytisins að taka þær til endurskoðunar.

Eins og málin blasa núna við eru sveitarfélögin á Íslandi í talsverðri óvissu hvað þessi mál varðar, í mínum huga ríkir ákveðin réttaróvissa og ekki hægt að aðhafast með neinum hætti fyrir sveitarstjórnir meðan beðið er eftir nýjum leiðbeiningum frá ráðuneytum innviða eða matvæla.

Einnig þarf að skýra verklag smölunar sem mun skilgreina með sterkum hætti hvernig tilkynningum um ágangsfé og beiðni um smölun sé háttað, skilgreina þarf hvað teljist ágangsfé og einnig hvernig eigendur fjárins verði upplýstir um tilkynninguna þannig að þeir geti sótt fé sitt áður en sveitarfélagið gerir ráðstafanir um smölun fjár.

Skylt efni: ágangsfé

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...