Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Nýjar rætur – framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu byrjar hér
Lesendarýni 12. maí 2025

Nýjar rætur – framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu byrjar hér

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar

Ísland geymir ríkulegar náttúruauðlindir og landið er stórt. Umfram allt eigum við kraftmikla og unga, skapandi kynslóð sem vill leggja sitt af mörkum.

Þórarinn Ingi Pétursson.

En sú spurning vaknar æ oftar: hverjir fá raunverulega tækifæri til að nýta landið okkar og byggja upp verðmæti fyrir framtíðina? Þingsályktunartillagan „Nýjar rætur“ leggur fram nýja sýn – og nýtt tæki – til að gefa ungu fólki á landsbyggðinni raunhæfan möguleika til að hefja sjálfbæra matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.

Kaupréttur sem opnar dyr

„Nýjar rætur“ snýst um að styðja við ungt fólk – yngra en 45 ára – sem hefur hug og metnað til að kaupa jörð og hefja starfsemi og framleiðslu. Hugmyndin er þessi: Ef ungt athafnafólk fær samþykkt kauptilboð í tiltekna jörð, getur ríkissjóður í gegnum Byggðastofnun gengið inn í kaupin, orðið tímabundinn eigandi jarðarinnar, og jafnframt gert leigusamning við nýliðann með kauprétti að fimm árum liðnum. Á þeim tíma fær viðkomandi tækifæri til að þróa rekstur, afla sér reynslu og fjárhagslegs bolmagns til að nýta kaupréttinn.

Viðbragð við markaðsbresti

Fyrirkomulagið er svarið við augljósum markaðsbresti – of fáir ungir einstaklingar hafa ráð á að kaupa land eða jörð í rekstri, þrátt fyrir að þar sé forsenda matvælaframleiðslu, skógræktar og sjálfbærrar byggðarþróunar. Tillagan snýst ekki um niðurgreiðslur heldur raunverulegt svigrúm til að hefja starfsemi með ábyrgum hætti.

Verndun lands og auðlinda

Tillagan fellur að stefnu Framsóknarflokksins um skýrt eignarhald og ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskar jarðir geyma vatnsréttindi, jarðhita og aðgang að verðmætum vistkerfum. Með „Nýjum rótum“ er stigið mikilvægt skref til að tryggja að þessi verðmæti sem jarðir eru nýtist samfélaginu en þróist ekki í eyðijarðir, eyðidali eða verði að sumarleyfissvæðum fyrir erlenda auðmenn.

Samstaða

Hugmyndin hefur vakið jákvæð viðbrögð úr breiðum hópi þvert á flokka. Hún snýst ekki einungis um landbúnað, heldur sameinar skógrækt, landgræðslu, nýsköpun og ábyrga samfélagslega uppbyggingu. „Nýjar rætur“ gætu orðið lykilþáttur í heildstæðri sýn fyrir vistvæna uppbyggingu í dreifðum byggðum.

Ræktum saman framtíðina

Það sem skiptir mestu máli er að fólk með vilja og hæfileika fái raunverulegt tækifæri til þátttöku í verðmætasköpun og þróun byggða. Þetta verkefni getur verið leiðarljós nýrrar nálgunar á nýliðun og sjálfbærni. Við getum – með ábyrgri stefnu og markvissri framkvæmd – ræktað nýjar rætur sem verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Hóflegt umfang, en mikil áhrif

Að lokum er rétt að hafa í huga að hér er einungis um eitt skref að ræða í átt að aukinni verðmætasköpun. Gert er ráð fyrir að ekki fleiri en 5–20 jarðir verði teknar inn í verkefnið árlega. Það sýnir að þetta er hófstillt í umfangi, en metnaðarfullt í tilgangi – og getur reynst dýrmæt tilraun sem leiðir af sér frekari lausnir til framtíðar.

Fleiri hugmyndir Framsóknar verða kynntar á komandi mánuðum.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...