Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Loftslagsbreytingar og skógrækt
Lesendarýni 6. maí 2025

Loftslagsbreytingar og skógrækt

Höfundur: Þröstur Eysteinsson, fyrrv. skógræktarstjóri.

Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Þær eru mest vegna brennslu jarðefnaeldsneytis en einig vegna skógareyðingar, ýmissa aðferða í landbúnaði og óhemju neyslu fólks.

Þröstur Eysteinsson.

Skammtímáhrif loftslagsbreytinga á Íslandi eru skemmdir vegna aukinnar tíðni stórviðris og slæm áhrif á fiskistofna (t.d. loðnubrestur). Þetta hefur allt verið viðráðanlegt hingað til, en hefur þegar kostað samfélagið umtalsverða peninga. Langtímaáhrif á Íslandi eru mun alvarlegri. Þau verða mjög líklega hrun fleiri fiskistofna og sjávarvistkerfa, hækkun sjávarborðs og röskun byggðar. Hækkun meðalhita telja sumir vera jákvæða útkomu en hún mun líka hafa neikvæðar hliðar, t.d. aukna tíðni gróðurelda.

Þjóðir heims hafa samþykkt að reyna að draga úr hraða loftslagsbreytinga. Það er þó ekki að takast þrátt fyrir að margar lausnir blasi við. Ástæðan er sú að lausnir þurfa að vera fjárhagslega og félagslega fýsilegar og aðeins sumar eru það enn sem komið er. Auk þess eru stjórnmálamenn háðir bæði kjósendum og fjármálaöflum, sem oftast leggja áherslu á aðra hluti. Þá eru pólitískar lausnir ávallt háðar því að samkomulag náist á milli fólks og flokka sem hafa það að íþrótt að rífast frekar en að koma sér að verki.

Einkageirinn er að stíga upp. Rafvæðing bílaflota heims er drifin áfram af bílaframleiðendum. Orkuframleiðsla með vindi og sól eru orðin fjárhagslega fýsileg og drifin áfram af fjárfestum, sem og ýmsar aðrar tæknilausnir. Svo má ekki gleyma skógrækt. Það merkilega er nú að gerast að einstaklingar og fyrirtæki eru farin að fjárfesta í skógrækt hér á landi og víðar í þeim yfirlýsta tilgangi að binda kolefni. Ástæðan er sú að vottaðar kolefniseiningar eru nú verslunarvara og því þarf ekki lengur að bíða í áratugi eftir að fjárhagsleg velta af skógrækt hefjist.

Skógar eru nefnilega mun betri kolefnissvelgir og kolefnisgeymar en annar gróður. Skógar eru þekktir og mælanlegir , veita fjölbreytta þjónustu og framleiða margt. Aukin skógrækt er á allan hátt jákvæð, sérstaklega í landi sem hefur glatað stærstum hluta sinna skóga.

Til eru loftslagsafneitarar sem ekki viðurkenna að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða telja þær ekki vera af mannavöldum. Þeir hafa rangt fyrir sér. Svo eru til aðrir afneitarar, sem segjast ekki vera á móti aðgerðum í loftslagsmálum en vilja bara ekki þetta (t.d. vatnsaflsvirkjanir, vindmyllur, sólarsellur, rafbíla, skógrækt…).

Þeir vilja alls ekki að neinn geti grætt á lausnunum, sérstaklega ekki útlendingar. Aðspurðir um lausnir, hafa þeir engar slíkar, bara „eitthvað annað“. Í þessari afstöðu felst afneitun á ábyrgð, sem er á engan hátt skárri en afneitun á vandanum.

Að vilja ekki skógrækt (eða ekki stafafuru, ekki jarðvinnslu, ekki nota mólendi …) er afneitun á ábyrgð og í raun afneitun á því að það þurfi að takast á við loftslagsbreytingar. Að vera á móti því að fjárhagslegur ágóði megi vera af lausnum (t.d. skógrækt) er afneitun á raunveruleikanum. Fjármagn er nauðsynlegur hvati til lausna. Ef sá hvati kemur ekki frá hinu opinbera þarf hann að koma frá einkageiranum. Það er hann að gera og það er gott.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...