Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra
Lesendarýni 10. júní 2025

Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra

Höfundur: Bjartur Thorlacius, hefur undanfarin ár setið í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, bæði sem varamaður og sem aðalmaður, og býður sig fram til að þjóna sjóðfélögum áfram.

Nú er komið að kosningu í eitt af fimm stjórnarsætum Lífeyrissjóðs bænda. Aðalfundur verður á Stórhöfða í Reykjavík 11. júní. Allir sem eiga inni lífeyri hjá Lífeyrissjóði bænda mega kjósa. Bændur, starfs m e n n félaga sem þjóna bændum, hótelstarfsmenn og fleiri geta og kjósa að greiða í Lífeyrissjóð bænda.

Lífeyrissjóðurinn er opinn þeim sem vilja greiða í sjóðinn. Sumir hafa gengið í Lífeyrissjóð bænda til að slá fasteigna- eða rekstrarlán, í dreifbýli eða þéttbýli, hjá lífeyrissjóðnum. Allir sem greiða í sjóðinn eru að safna eftirlaunum.

Samfelldum greiðslum í sjóðinn fylgir líka örorkutrygging.

Undirritaður er stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bænda og býðst til að sitja áfram í stjórn eða varastjórn Lífeyrissjóðs bænda.

Lífeyrir öryrkja

Slys gerast. Veikindi ber að garði. Ef sá slasaði eða veiki þarf að minnka eða hverfa frá vinnu í hálft ár eða lengur, þá er talað um örorku. Ólíkt sumum öðrum sjóðum, þá má Lífeyrissjóður bænda greiða örorkulífeyri til sjóðfélaga sem er í endurhæfingu eða í þjálfun til nýrra starfa sem samræmast betur nýrri heilsu. Sjóðurinn getur þannig stutt slasaða eða veika til fyrri eða nýrra starfa. Í öðrum tilfellum kemur örorkulífeyrir í stað annarra tekna til langframa. Tekjur meðan á tímabundinni örorku stendur skipta þá sem halda dýr sérlega miklu máli. Því dýrin geta ekki beðið eftir því að bóndi snúi sjálfur aftur til bústarfa.

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda tekur ákvörðun um hvaða sjóðfélagar fá greiddan örorkulífeyri. Því skiptir öllu máli að stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bænda hafi fagþekkingu á læknisfræði. Undirritaður stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Eftirlaun

Með hverri mánaðarlegri greiðslu í Lífeyrissjóð bænda má sjóðfélagi gera ráð fyrir hærri eftirlaunum, þó síðar verði. Langur tími getur liðið frá því að fyrsta iðgjaldið er greitt í Lífeyrissjóð bænda og þar til taka ellilífeyris hefst. Lífeyrissjóður bænda þarf að spá, langt fram í tímann, um hve margir verði öryrkjar og hve lengi, hvenær menn hefji raunverulega töku lífeyris og hve lengi menn verði þá loksins á eftirlaunum.

Því skiptir höfuðmáli að stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bænda skilji lífslíkur og örorkutíðni. En sömuleiðis að stjórnarmaður geti reiknað áhættuna á að þær breytist með tímanum, og þá hve hratt og hve mikið. Auk læknisfræðinnar, þá er undirritaður meistari í reikniverkfræði.

Að gera rétt

Mikil ábyrgð fylgir því að stýra lífeyrissjóði. Engri annarri starfsemi er lýst í jafnmörgum lagabókstaf. Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bænda þarf að hafa góða samvisku, góða sómakennd til að fylgja samviskunni og haldgóða þekkingu á fjármálalögum. Undirritaður lauk einmitt námskeiðum við lagadeild Háskóla Íslands um samningarétt, kröfurétt og fjármálamarkaði, auk prófa í verðbréfaviðskiptum, þar sem bæði var gerð krafa um siðgæði og lagaþekkingu.

Ávöxtun

Markmið lífeyrissjóða er auðvitað að greiða sjóðfélögum sínum lífeyri þegar þeir þurfa á honum að halda. En til þess þarf að varðveita og ávaxta iðgjöldin sem sjóðfélagar greiða inn. Undirritaður er vissulega með verðbréfaréttindi, eftir snarpt nám við bæði Copenhagen Business School og lagadeild Háskóla Íslands. Ávöxtunar er hins vegar að leita í mörgum atvinnuvegum. Því byggir árangur Lífeyrissjóðs bænda á því að stjórnarmaður hafi reynslu og þekkingu á nýsköpun í þeim atvinnuvegum hvar breytingar og tækifæri til framfara eru hvað mest. Kvótagreifar hafa fjárfest í hinum ýmsu atvinnuvegum. Hví ætti Lífeyrissjóður bænda ekki að gera slíkt hið sama?

Undirritaður er tölvunarfræðingur með reynslu af starfi og fjárfestingu í vaxtarfyrirtækjum í flókinni framleiðslu útflutningsþjónustu og -vöru á heimsmælikvarða. Slík reynsla er stjórnarmanni dýrmæt við að þekkja góðar hugmyndir og skilja hvað þarf til að hrinda þeim í framkvæmd þannig að þær gangi upp.

Öryggi

Ekki dugar að ávaxta eignir Lífeyrissjóðs bænda. Þær þurfa líka að vera á sínum stað þegar til lífeyrisgreiðslu kemur. Þegar geyma á fjármuni í ár og áratugi, þá er eins gott að þeir séu geymdir á öruggum stað. Að hafa öryggið í lagi er bæði lagaleg skylda og brýn nauðsyn.

Undirritaður er margverðlaunaður sérfræðingur í upplýsingaöryggi. Lífeyrissjóður bænda hefur stigið stórt skref fram á við í upplýsingaöryggi á seinustu árum.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...