Fjórir nýir stjórnarmenn
Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.
Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.
Við undirrituð viljum koma eftirfarandi á framfæri til sjóðfélaga LSB sem við höfum starfað í umboði fyrir.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda (LSB) er í upplausn. Fjórir af fimm stjórnarmönnum sjóðsins sögðu af sér í júní og hefur verið boðað til aukaársfundar í ágúst til að manna stjórn og varastjórn. Upp kom ágreiningur um framtíð sjóðsins sem leiddi til trúnaðarbrests.
Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, kom fram að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 40,4 milljörðum króna í árslok 2020, hækkaði um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári eða um 8,4%.
Lífeyrissjóður bænda hefur flutt starfsemi sína úr Bændahöllinni þar sem hann hefur verið með aðsetur í hartnær 20 ár. Ástæðan er að breyta á þeirri hæð Hótel Sögu í hótelherbergi, þar sem sjóðurinn var með starfsemi sína.
Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda sem haldinn var 3. mars voru niðurstöður ársreiknings sjóðsins fyrir 2014 kynntar. Fram kom að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris jókst um 1,1 milljarð króna á árinu 2014 og var í lok ársins 28,4 milljarðar króna.