Lífeyrissjóður bænda og Frjálsi ræða sameiningu
Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Ákvörðunin er tekin eftir mat tryggingastærðfræðings sjóðanna á fýsileika sameiningar sem þykir jákvætt fyrir sjóðfélaga beggja sjóða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðunum.








