Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði haldinn þann 11. júní síðastliðinn, en stjórn lífeyrissjóðsins frestaði fundinum fyrr þann dag. Var því auglýst ný tímasetning þann 27. júní, enda tekið fram í starfsreglum sjóðsins að ársfund skuli halda í júní.

Tveimur dögum fyrir áætlaðan fund ákvað stjórn lífeyrissjóðsins að fresta fundinum aftur og hefur ný tímasetning verið auglýst, eða 22. júlí klukkan 11:00. Á dagskrá verða venjuleg ársfundarstörf og verður farið yfir niðurstöður rafræns stjórnarkjörs.

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði var talin ástæða til að senda skýrslu um framkvæmd rafræna stjórnarkjörsins til Fjármálaeftirlitsins. Þar sem rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins og öllum aðilum hjá lífeyrissjóðnum hafa ekki fengist upplýsingar um efni og innihald skýrslunnar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...