Fjórir nýir stjórnarmenn
Fréttir 13. september 2023

Fjórir nýir stjórnarmenn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.

Kjörin voru þau Einar Ófeigur Björnsson, Vigdís Häsler, Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Einar Ófeigur var kjörinn fram að ársfundi 2027, Vigdís fram að ársfundi 2026, Erla Hjördís til ársfundar 2025 og Jóhann Már til ársfundarins á næsta ári. Fyrir í stjórn var Guðrún Lárusdóttir stjórnarformaður.

Fjórir gengu úr stjórn

Kjósa þurfti nú vegna ágreinings sem upp kom í stjórn sjóðsins í júní, sem leiddi til þess að fjórir stjórnarmenn gengu úr þáverandi stjórn. Aðrir frambjóð- endur í kosningunum nú voru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Halldór Frímannsson og Helgi Jóhannesson. 

Bryndís hlaut fleiri atkvæði í stjórnarkjörinu en Jóhann Már, en á grundvelli reglna um kynjakvóta tekur Jóhann Már sæti í stjórninni.

Aukaársfundur haldinn

Eitt framboð barst um eitt sæti í varastjórn fram að ársfundi 2025, frá Bjarti Thorlacius, og var því sjálfkjörið í það sæti. Bjartur mun því sitja í varastjórn ásamt Oddnýju Steinu Valsdóttur.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn 31. ágúst í húsakynnum hans að Stórhöfða 23, tilkynnt verður nánar um úrslit kjörsins og tillögur kynntar um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...