Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjórir nýir stjórnarmenn
Fréttir 13. september 2023

Fjórir nýir stjórnarmenn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.

Kjörin voru þau Einar Ófeigur Björnsson, Vigdís Häsler, Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Einar Ófeigur var kjörinn fram að ársfundi 2027, Vigdís fram að ársfundi 2026, Erla Hjördís til ársfundar 2025 og Jóhann Már til ársfundarins á næsta ári. Fyrir í stjórn var Guðrún Lárusdóttir stjórnarformaður.

Fjórir gengu úr stjórn

Kjósa þurfti nú vegna ágreinings sem upp kom í stjórn sjóðsins í júní, sem leiddi til þess að fjórir stjórnarmenn gengu úr þáverandi stjórn. Aðrir frambjóð- endur í kosningunum nú voru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Halldór Frímannsson og Helgi Jóhannesson. 

Bryndís hlaut fleiri atkvæði í stjórnarkjörinu en Jóhann Már, en á grundvelli reglna um kynjakvóta tekur Jóhann Már sæti í stjórninni.

Aukaársfundur haldinn

Eitt framboð barst um eitt sæti í varastjórn fram að ársfundi 2025, frá Bjarti Thorlacius, og var því sjálfkjörið í það sæti. Bjartur mun því sitja í varastjórn ásamt Oddnýju Steinu Valsdóttur.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn 31. ágúst í húsakynnum hans að Stórhöfða 23, tilkynnt verður nánar um úrslit kjörsins og tillögur kynntar um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...