Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjórir nýir stjórnarmenn
Fréttir 13. september 2023

Fjórir nýir stjórnarmenn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.

Kjörin voru þau Einar Ófeigur Björnsson, Vigdís Häsler, Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Einar Ófeigur var kjörinn fram að ársfundi 2027, Vigdís fram að ársfundi 2026, Erla Hjördís til ársfundar 2025 og Jóhann Már til ársfundarins á næsta ári. Fyrir í stjórn var Guðrún Lárusdóttir stjórnarformaður.

Fjórir gengu úr stjórn

Kjósa þurfti nú vegna ágreinings sem upp kom í stjórn sjóðsins í júní, sem leiddi til þess að fjórir stjórnarmenn gengu úr þáverandi stjórn. Aðrir frambjóð- endur í kosningunum nú voru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Halldór Frímannsson og Helgi Jóhannesson. 

Bryndís hlaut fleiri atkvæði í stjórnarkjörinu en Jóhann Már, en á grundvelli reglna um kynjakvóta tekur Jóhann Már sæti í stjórninni.

Aukaársfundur haldinn

Eitt framboð barst um eitt sæti í varastjórn fram að ársfundi 2025, frá Bjarti Thorlacius, og var því sjálfkjörið í það sæti. Bjartur mun því sitja í varastjórn ásamt Oddnýju Steinu Valsdóttur.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn 31. ágúst í húsakynnum hans að Stórhöfða 23, tilkynnt verður nánar um úrslit kjörsins og tillögur kynntar um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...