Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjórir nýir stjórnarmenn
Fréttir 13. september 2023

Fjórir nýir stjórnarmenn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21.–28. ágúst, þar sem átta frambjóðendur bitust um fjögur stjórnarsæti sem voru í boði.

Kjörin voru þau Einar Ófeigur Björnsson, Vigdís Häsler, Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Einar Ófeigur var kjörinn fram að ársfundi 2027, Vigdís fram að ársfundi 2026, Erla Hjördís til ársfundar 2025 og Jóhann Már til ársfundarins á næsta ári. Fyrir í stjórn var Guðrún Lárusdóttir stjórnarformaður.

Fjórir gengu úr stjórn

Kjósa þurfti nú vegna ágreinings sem upp kom í stjórn sjóðsins í júní, sem leiddi til þess að fjórir stjórnarmenn gengu úr þáverandi stjórn. Aðrir frambjóð- endur í kosningunum nú voru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Halldór Frímannsson og Helgi Jóhannesson. 

Bryndís hlaut fleiri atkvæði í stjórnarkjörinu en Jóhann Már, en á grundvelli reglna um kynjakvóta tekur Jóhann Már sæti í stjórninni.

Aukaársfundur haldinn

Eitt framboð barst um eitt sæti í varastjórn fram að ársfundi 2025, frá Bjarti Thorlacius, og var því sjálfkjörið í það sæti. Bjartur mun því sitja í varastjórn ásamt Oddnýju Steinu Valsdóttur.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn 31. ágúst í húsakynnum hans að Stórhöfða 23, tilkynnt verður nánar um úrslit kjörsins og tillögur kynntar um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun