Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun
Fréttir 16. mars 2015

Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda sem haldinn var 3. mars voru niðurstöður ársreiknings sjóðsins fyrir 2014 kynntar. Fram kom að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris jókst um 1,1 milljarð króna á árinu 2014 og var í lok ársins 28,4 milljarðar króna. 
 
Verulegur vöxtur hefur orðið á hreinni eign sjóðsins frá 2008.
 
5,5% hrein raunávöxtun síðustu þriggja ára
 
Fimmta árið í röð hefur afkoma sjóðsins verið með miklum ágætum.   Ávöxtun verðbréfa sjóðsins var 6,7% á árinu 2014, sem samsvarar 5,6% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 6,5% sem samsvarar 5,4% hreinni raunávöxtun á móti 5,6% 2013. Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára er 4,7% að meðaltali á ári sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.
 
Vöxtur í sjóðfélagalánum
 
Heimilt verður að greiða eingöngu vexti fyrstu 4 ár lánstímans.
 
Skúli Bjarnason, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. 
Sjóðurinn veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán í samræmi við veðmörk eigna, að hámarki 30 mkr. til allt að 40 ára. Ekkert hámark er vegna lána á fyrsta veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins. Heimilt er að lána félagi í eigu sjóðfélaga með sjálfskuldarábyrgð hans þar sem eignarhlutur hans í félaginu er að minnsta kosti 25%. 
 
Af lánum veittum 2015 verður heimilt að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi auk þess sem lántaki getur valið á milli láns með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Jafngreiðslulán og eingöngu vaxtagjalddagar í byrjun lánstímans mun auðvelda meðal annars nýliðun í landbúnaði þar sem greiðslubyrði mun lækka á fyrri hluta lánstímans. 
 
 
 
Tryggingafræðileg staða batnar
 
Í lok árs 2014 voru áfallnar skuldbindingar í tryggingafræðilegri athugun 1,34% hærri en eignir sjóðsins á móti 2,46% í lok árs 2013, og heildarskuldbindingar voru 4,20% umfram heildareignir, á móti 4,96% 2013. Sjóðurinn er innan þeirra marka, sem lög kveða á um.
 
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda er þannig skipuð: Skúli Bjarnason, formaður, Guðrún Lárusdóttir, Sara Lind Guðbergsdóttir, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir og  Örn Bergsson. Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs.

3 myndir:

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...