Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun
Fréttir 16. mars 2015

Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda sem haldinn var 3. mars voru niðurstöður ársreiknings sjóðsins fyrir 2014 kynntar. Fram kom að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris jókst um 1,1 milljarð króna á árinu 2014 og var í lok ársins 28,4 milljarðar króna. 
 
Verulegur vöxtur hefur orðið á hreinni eign sjóðsins frá 2008.
 
5,5% hrein raunávöxtun síðustu þriggja ára
 
Fimmta árið í röð hefur afkoma sjóðsins verið með miklum ágætum.   Ávöxtun verðbréfa sjóðsins var 6,7% á árinu 2014, sem samsvarar 5,6% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 6,5% sem samsvarar 5,4% hreinni raunávöxtun á móti 5,6% 2013. Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára er 4,7% að meðaltali á ári sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.
 
Vöxtur í sjóðfélagalánum
 
Heimilt verður að greiða eingöngu vexti fyrstu 4 ár lánstímans.
 
Skúli Bjarnason, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. 
Sjóðurinn veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán í samræmi við veðmörk eigna, að hámarki 30 mkr. til allt að 40 ára. Ekkert hámark er vegna lána á fyrsta veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins. Heimilt er að lána félagi í eigu sjóðfélaga með sjálfskuldarábyrgð hans þar sem eignarhlutur hans í félaginu er að minnsta kosti 25%. 
 
Af lánum veittum 2015 verður heimilt að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi auk þess sem lántaki getur valið á milli láns með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Jafngreiðslulán og eingöngu vaxtagjalddagar í byrjun lánstímans mun auðvelda meðal annars nýliðun í landbúnaði þar sem greiðslubyrði mun lækka á fyrri hluta lánstímans. 
 
 
 
Tryggingafræðileg staða batnar
 
Í lok árs 2014 voru áfallnar skuldbindingar í tryggingafræðilegri athugun 1,34% hærri en eignir sjóðsins á móti 2,46% í lok árs 2013, og heildarskuldbindingar voru 4,20% umfram heildareignir, á móti 4,96% 2013. Sjóðurinn er innan þeirra marka, sem lög kveða á um.
 
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda er þannig skipuð: Skúli Bjarnason, formaður, Guðrún Lárusdóttir, Sara Lind Guðbergsdóttir, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir og  Örn Bergsson. Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs.

3 myndir:

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...