Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun
Fréttir 16. mars 2015

Lífeyrissjóður bænda skilaði 5,4 % hreinni raunávöxtun

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda sem haldinn var 3. mars voru niðurstöður ársreiknings sjóðsins fyrir 2014 kynntar. Fram kom að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris jókst um 1,1 milljarð króna á árinu 2014 og var í lok ársins 28,4 milljarðar króna. 
 
Verulegur vöxtur hefur orðið á hreinni eign sjóðsins frá 2008.
 
5,5% hrein raunávöxtun síðustu þriggja ára
 
Fimmta árið í röð hefur afkoma sjóðsins verið með miklum ágætum.   Ávöxtun verðbréfa sjóðsins var 6,7% á árinu 2014, sem samsvarar 5,6% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 6,5% sem samsvarar 5,4% hreinni raunávöxtun á móti 5,6% 2013. Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára er 4,7% að meðaltali á ári sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.
 
Vöxtur í sjóðfélagalánum
 
Heimilt verður að greiða eingöngu vexti fyrstu 4 ár lánstímans.
 
Skúli Bjarnason, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. 
Sjóðurinn veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán í samræmi við veðmörk eigna, að hámarki 30 mkr. til allt að 40 ára. Ekkert hámark er vegna lána á fyrsta veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins. Heimilt er að lána félagi í eigu sjóðfélaga með sjálfskuldarábyrgð hans þar sem eignarhlutur hans í félaginu er að minnsta kosti 25%. 
 
Af lánum veittum 2015 verður heimilt að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi auk þess sem lántaki getur valið á milli láns með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Jafngreiðslulán og eingöngu vaxtagjalddagar í byrjun lánstímans mun auðvelda meðal annars nýliðun í landbúnaði þar sem greiðslubyrði mun lækka á fyrri hluta lánstímans. 
 
 
 
Tryggingafræðileg staða batnar
 
Í lok árs 2014 voru áfallnar skuldbindingar í tryggingafræðilegri athugun 1,34% hærri en eignir sjóðsins á móti 2,46% í lok árs 2013, og heildarskuldbindingar voru 4,20% umfram heildareignir, á móti 4,96% 2013. Sjóðurinn er innan þeirra marka, sem lög kveða á um.
 
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda er þannig skipuð: Skúli Bjarnason, formaður, Guðrún Lárusdóttir, Sara Lind Guðbergsdóttir, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir og  Örn Bergsson. Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs.

3 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...