Frá undirritun viljayfirlýsingar.
Frá vinstri: Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, Vala Valtýsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda, Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa og Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa. Mynd / Silla Páls
Frá undirritun viljayfirlýsingar. Frá vinstri: Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, Vala Valtýsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda, Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa og Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa. Mynd / Silla Páls
Mynd / Silla Páls
Fréttir 21. nóvember 2025

Lífeyrissjóður bænda og Frjálsi ræða sameiningu

Höfundur: Þröstur Helgason

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Ákvörðunin er tekin eftir mat tryggingastærðfræðings sjóðanna á fýsileika sameiningar sem þykir jákvætt fyrir sjóðfélaga beggja sjóða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðunum.

Markmiðið sameiningarinnar er að nýta stærðarhagkvæmni til að lækka rekstrarkostnað, efla þjónustu og upplýsingagjöf til sjóðfélaga og launagreiðenda, minnka rekstraráhættu og um leið styrkja eigna- og áhættustýringu sjóðanna, segir í tilkynningunni.

Verði af sameiningunni yrði sameinaður sjóður með heildareignir upp á um 622 milljarða kr. miðað við stöðu eigna 31. október sl., þar af eignir Frjálsa um 576 milljarðar kr. og eignir Lífeyrissjóðs bænda um 46 milljarðar kr.

Stefnt er að því að viðræðum um sameiningu ljúki fyrir áramót. Náist samkomulag um sameiningu verður boðað til aukaársfundar hjá Lífeyrissjóði bænda og tillaga um sameiningu borin undir sjóðfélaga.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...