Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna
Fréttir 14. júní 2021

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, kom fram að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 40,4 milljörðum króna í árslok 2020, hækkaði um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári eða um 8,4%.

Á ársfundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020 og kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna sjóðsins.
Hrein nafnávöxtun, ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum, var 11,2% sem samsvarar 8,3% raunávöxtun. Sambærilegar tölur fyrra árs voru 12,6% og 9,6%. Meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 4,8% og síðustu 10 ára 5,1%.
Breytingar í stjórn

Á fundinum var kosið um eitt sæti í aðalstjórn og eitt sæti í varastjórn til fjögurra ára. Í aðalstjórn hlaut kosningu Guðbjörg Jónsdóttir og í varastjórn var skipunartími Jóhanns Más Sigurbjörnssonar endurnýjaður. Úr aðalstjórn gekk Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, sem hefur verið í stjórn frá 2011 og voru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Fjöldi sjóðfélaga, lífeyrisþega og iðgjöld

Fjöldi virkra sjóðfélaga, það er fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu 2020, var 2.115, fjöldi þeirra sem eiga réttindi í sjóðnum var 10.945 í lok árs 2020 og fjöldi lífeyrisþega, sem fékk greiddan lífeyri á árinu var 4.005.

Heildariðgjöld voru 837 milljónir króna á móti 760 milljónum króna árið 2019, hækkuðu um 10,0%. Heildarlífeyrisgreiðslur námu 1.804 milljónum króna á árinu 2020, sem er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Greiddur lífeyrir vegna áunninna réttinda var 1.797 milljónir króna og jókst um 5,5% milli ára.

Væntanleg þróun og framtíðarhorfur

Áhrif COVID-19 á rekstur, efnahag og sjóðstreymi Lífeyrissjóðs bænda á árinu hafa verið óveruleg. Hugsanleg áhrif á rekstur sjóðsins voru í upphafi faraldurs talin geta verið samdráttur í greiddum iðgjöldum til sjóðsins vegna minnkandi umsvifa launagreiðenda, aukin vanskil þeirra og greiðsluerfiðleikar einstaklinga vegna aukins atvinnuleysis. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast vel með þróun innheimtumála vegna iðgjalda og lántökum var boðið greiðsluhlé á lánum sínum til allt að sex mánaða með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum.

Á komandi árum mun sjóðurinn, líkt og síðustu ár, hafa áfram að höfuðmarkmiði að hámarka ávöxtun eigna innan ramma laga og fjárfestingarstefnu sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum svo og að hámarka réttindi sjóðfélaga.

Ársskýrsluna í heild má finna á heimasíðu lífeyrissjóðsins www. lsb.is.

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna m...

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð
Fréttir 26. júlí 2021

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð

Gríðarlegir skógareldar geisa í kjölfar óvenjulegrar hitabylgju í Síberíu. Stjór...

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covi...

KS leggur til 200 milljónir króna
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveim...

Lífræn ræktun á Íslandi
Fréttir 22. júlí 2021

Lífræn ræktun á Íslandi

Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræ...

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar.

Allar hænur í lausagöngu
Fréttir 22. júlí 2021

Allar hænur í lausagöngu

Samkvæmt reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í ...

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt
Fréttir 21. júlí 2021

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undi...