Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Starfsmenn Lífeyrissjóðs bænda á gömlu skrifstofu framkvæmdastjórans í Bændahöllinni. Ólafur K. Ólafs, Borghildur Jónsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Kristín Margrét Kristjánsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir.
Starfsmenn Lífeyrissjóðs bænda á gömlu skrifstofu framkvæmdastjórans í Bændahöllinni. Ólafur K. Ólafs, Borghildur Jónsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Kristín Margrét Kristjánsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. janúar 2016

Lífeyrissjóður bænda fluttur úr Bændahöllinni eftir nærri 20 ára veru

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Lífeyrissjóður bænda hefur flutt starfsemi sína úr Bændahöllinni þar sem hann hefur verið með aðsetur í hartnær 20 ár. Ástæðan er að breyta á þeirri hæð Hótel Sögu í hótelherbergi, þar sem sjóðurinn var með starfsemi sína. 
 
Nýtt aðsetur sjóðsins frá 30. nóvember síðastliðnum er við Grafarvog að Stórhöfða 23 í Reykjavík, í sama húsi og MAST. Þá hefur sjóðurinn fengið nýtt símanúmer, 563-1300. 
 
Ólafur K. Ólafs, framkvæmda­stjóri LSB, segir að komið hafi til álita að flytja starfsemina á milli hæða í Bændahöllinni. Bændasamtökin hafi m.a. verið reiðubúin að fara í talsverðar framkvæmdir á annarri hæð hússins til að svo mætti vera. Rúmbetra húsnæði, sem var sniðið fyrir skrifstofurekstur af þessum toga, hafi hins vegar boðist við Stórhöfða.
 
„Að athuguðu máli var niðurstaðan sú að heppilegra væri til lengri tíma litið að flytja í það húsnæði,“ sagði Ólafur. „Við erum líka mjög ánægð með að hótelið sé að nýta sér þá stöðu í vaxandi ferðamannaþjónustu að fjölga hótelherbergjum og auka við starfsemi sína. Við höfum því væntingar til þess að þetta muni reynast hótelinu vel til framtíðar og styrkja starfsemina og efla hag Bændasamtakanna um leið. Um leið og það er ánægja og tilhlökkun fólgin í  flutningunum, þá söknum við verunnar í Bændahöllinni.“
 
Borghildur Jónsdóttir bókari hefur starfað lengst allra starfsmanna hjá sjóðnum. Hún segir að sjóðurinn hafi verið til húsa á nokkrum stöðum í gegnum tíðina. Hann hafi áður verið í Bændahöllinni en flutti síðan á Kirkjusand, þar sem Íslandsbanki er nú, og síðan í Hús verslunarinnar.
 
„Það var svo í febrúar 1996 að sjóðurinn flutti úr Húsi verslunarinnar í Bændahöllina,“ segir Borghildur en það var stuttu eftir að hún hóf störf hjá sjóðnum. Nú er aftur búið að flytja og segir hún að  rúmt sé um þau á nýja staðnum, en samt sé ákveðin eftirsjá að fara úr Bændahöllinni. Ekki síst að yfirgefa kunningja og vini til margra ára. 
 
Fyrir mörgum árum, á meðan Lífeyrissjóður bænda var á 3. hæðinni í Bændahöllinni, var farið í  framkvæmdir á hæðinni í norðurálmu byggingarinnar, en þá var verið að leggja lagnir í gólf til að gera klárt fyrir gistiherbergi síðar. Borghildur segir að á þeim tíma hafi starfsfólkið hjá sjóðnum orðið að vera með eyrnatappa til að þola hávaðann af múrbroti sem þar fór fram. 
 
„Það var ekki einu sinni hægt að tala í síma,“ sagði Borghildur. 
Það er svo ekki fyrr en nú, mörgum árum seinna, að hafist er handa við að ljúka verkinu og setja upp 27 herbergi sem eiga að vera tilbúin til útleigu í vor. 
 
Á þessari hæð, norðurálmu Bændahallarinnar, hafa skrifstofur hótelsins líka verið. Sú starfsemi var flutt í síðustu viku á sama gang og skrifstofur Bændasamtaka Íslands. 
 
Ólafur segir að öll þessi ár sem sjóðurinn hafi verið með starfsemi í Bændahöllinni hafi samstarfið við starfsfólk Bændasamtakanna og hótelsins verið til mikillar fyrirmyndar og munu starfsmenn sjóðsins vera áfram  félagar í Almenningi, starfsmannafélagi samtakanna.    

11 myndir:

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...