Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Gunnar Egill Sigurðsson.
Gunnar Egill Sigurðsson.
Lesendarýni 28. desember 2023

Fyrirtæki og nærsamfélagið

Höfundur: Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

Síðustu ár hefur umræða um samfélagslegt hlutverk fyrirtækja orðið sífellt meira áberandi.

Meiri kröfur eru gerðar til fyrirtækja en bara að veita þjónustu og skila hagnaði.

Meira að segja hörðustu fjárfestar taka umhverfis- og samfélagsstefnu
fyrirtækja með í reikninginn þegar teknar eru ákvarðanir um kaup eða sölu á hlutabréfum. Fyrirtæki eru hins vegar misjöfn og það sama á við um samfélagsleg áhrif þeirra.

Verslanir Samkaupa er að finna víða um landið. Við rekum ekki aðeins verslanir í höfuðborginni og stærstu bæjum landsins, heldur rekum við einnig verslanir í byggðarlögum þar sem aðrar keðjur telja ekki hagkvæmt að vera. Þetta felur í sér áskoranir og rekstur sumra verslana er á stundum í járnum, svo það sé nú bara sagt hreint út.

Fastur kostnaður við rekstur verslunar er um margt sá sami hvort sem hún er á höfuðborgarsvæðinu eða í fámennari byggðum landsins. Fyrir utan flutningskostnað eru laun þau sömu, vörukostnaður sömuleiðis og einnig skattar og gjöld. Veltan er hins vegar oft mun minni og sveiflukenndari. Rekstur sumra verslana á landsbyggðinni gengur aðeins upp vegna innlendra og erlendra ferðamanna yfir sumarmánuðina.

Við viljum gera það sem þarf til að halda verslunum í þessum byggðarlögum gangandi. Verslun er mikilvægur innviður í hvaða byggðarlagi sem er. Þær skapa atvinnu, en það er líka mikilvægt fyrir lífvænleika samfélaga að þar sé hægt að kaupa nauðsynjavörur án þess að keyra til þess lengri leið í aðra bæi. Þetta þekkir best það fólk sem býr á stöðum þar sem verslun hefur lagst af.

Meðal þess sem við höfum gert til að mæta þörfum nærsamfélaga okkar er vildarkerfi, sem við settum á markað um mitt ár 2021.

Þar fá vildarvinir fríðindi og aðgang að sértilboðum. Þessu hefur verið gríðarlega vel tekið um allt land og eru nú um 70 þúsund viðskiptavinir okkar skráðir í vildarkerfið. Með því að nýta sér vildarkjörin fá viðskiptavinir 2% afslátt af matarkörfunni sem þýðir að helstu nauðsynjavörurnar eru þannig á lægsta verði sem völ er á á landinu. Má þar nefna ávexti og grænmeti, mjólkurvörur, helstu þurrvörur og ekki má gleyma jólakjötinu og meðlætinu.

En okkur finnst ekki nóg að reka bara verslanir. Við viljum hafa meiri jákvæð áhrif á samfélagið okkar og fólkið sem þar býr. Eitt dæmi um slíkt er verkefnið Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári og hefur þegar skilað verulegum árangri.

Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun um leið og við hjálpum fólki í neyð. Þetta er verkefni sem við viljum virkja í fleiri verslunum og víðar um landið.

Til að vinna markvisst að bættum árangri hefur verið innleiddur umhverfisstjórnunarhugbúnaður frá Klöppum, en hugbúnaðurinn gerir okkur kleift að vakta og greina alla helstu umhverfisþætti í starfseminni og vinna að lágmörkun umhverfisáhrifa. Vöktunin nær til allra verslana og starfsstöðva Samkaupa.

Við höfum sömuleiðis skipt út kælikerfum, sem minnkar raforkunotkun og dregið verulega úr allri notkun plasts í verslunum okkar. Eins ætlum við að nota lífrænan úrgang sem fellur til hjá okkur til moltugerðar, sem mun nýtast bændum víða um landið í verkefninu Samkaup fyrir grænna Ísland.

Við hjá Samkaupum erum öll af vilja gerð til að verða enn betri þegn í okkar nærsamfélögum og ef lesendur Bændablaðsins hafa hugmyndir um það hvernig við getum gert betur þá get ég lofað að þeim verður vel tekið!

Skylt efni: Samkaup

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...