Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli.
Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli.
Mynd / ál
Lesendarýni 3. febrúar 2025

Fokskaðar á þökum

Höfundur: Róbert Pétursson, arkitekt.

Á hverju ári koma ofsaveður hér á landi þar sem allt lauslegt, og sumt fast, tekst á loft til tjóns og skaða á eignum og fólki.

Róbert Pétursson.

Sumir staðir á landinu eru þekktir fyrir mikinn vindstyrk s.s. Eyjafjöll, Snæfellsnes og Kjalarnes. Vindi slær niður hlémegin við fjöll, þakplötur losna og þeytast út í loftið og valda stórtjóni. Björgunarsveitir eru kallaðar út og þær eru raunverulega í lífshættu við að bjarga því sem unnt er. Þegar maður sér björgunarmennina uppi á þökum í aftakaveðri, gerir maður sér grein fyrir því að það er mildi að ekki verður stórslys eða manntjón.

Almennar starfsvenjur við festingar á bárujárnsþökum eftir vindálagi eru; tvöfaldar naglaraðir á jöðrum og þrefaldar á hornum og ein þar á milli. Sömu starfshefðir eru á öllu landinu, og reynslan sýnir að þær eru ekki fullnægjandi alls staðar. Best væri að auka kröfur á öllu landinu, því þó að áhættusvæði séu mismunandi þá fer vindálag líka eftir hæð húsanna.

Þakplötur losna alltaf fyrst á jöðrum þar sem vindurinn nær að komast undir báruna. Vindurinn nær smám saman að lyfta nöglunum, og þegar neðstu naglaraðirnar eru lausar, eða farnar, er stutt í næstu naglaröð o.s.frv. Lærdómurinn augljós, naglhald er ófullnægjandi. Lausnin er líka augljós, festa þakið betur á álagsstöðum. Hvers vegna ekki?

Gömlu kónísku naglarnir missa hald þegar þeir lyftast upp ef þeir hafa ekki verið hnykktir. Í sumum þökum var þakkanturinn hannaður þannig að ekki var unnt að hnykkja út við þakskegg, einmitt þar sem álagið er mest. Einnig voru „óskráðar“ reglur um að ekki mætti hnykkja naglana, því slökkviliðsmenn ættu þá erfitt með að losa þakjárnsplötur ef kviknaði í þökunum. Lausnin felst í því að skipta út nöglum á álagsstöðum og skrúfa þakið niður í þess stað, jafnvel að bæta við festingarröð ef það dugar ekki. Það gæti varla verið einfaldari og ódýrari lausn á þessum vanda og mikið í húfi. En til að breyta byggingarhefðinni þarf að uppfæra festingakröfurnar í reglugerð því þá fyrst tekur skólakerfið og atvinnulífið við sér. Kostnaðurinn er nánast enginn, en skaðinn mikill af fljúgandi járnplötum. Eftir átakaveður ætti ávallt að kanna allar festingar á jöðrum þaka.

Almenningur, húseigendur, bæjar- og sveitarfélög, björgunarsveitir, byggingaraðilar og tryggingafélög, reyndar allir, hafa mikla hagsmuni að þakfok heyri sögunni til.

Að fara í stríð við sjálfan sig
Lesendarýni 3. nóvember 2025

Að fara í stríð við sjálfan sig

„Hvern dag sem þú lifir, hefur þú áhrif á veröldina. Þú hefur val um það, hver þ...

Ísland fulltengt
Lesendarýni 31. október 2025

Ísland fulltengt

Síðsumars ferðaðist ég um landið og var með opna íbúafundi í öllum landshlutum, ...

Mislitt fé í hávegum haft
Lesendarýni 30. október 2025

Mislitt fé í hávegum haft

Sú var tíð að víðast hvar var heldur amast við mislitu fé, það helst ekki sett á...

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands
Lesendarýni 17. október 2025

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands

Undanfarin misseri hefur Landbúnaðarháskóli Íslands lagt áherslu á að efla bæði ...

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi
Lesendarýni 16. október 2025

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi

Matvælaframleiðsla á norðurslóðum, uppbygging virðiskeðja fyrir matvæli og seigl...

Skógarferð um Fljótshlíðina
Lesendarýni 15. október 2025

Skógarferð um Fljótshlíðina

Á degi íslenskrar náttúru þann 16. september síðastliðinn tók starfsmaður Skóg-B...

Stærri og öflugri sveitarfélög
Lesendarýni 14. október 2025

Stærri og öflugri sveitarfélög

Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börni...

Meginmarkmiðið að styrkja stöðu bænda og auka verðmætasköpun
Lesendarýni 13. október 2025

Meginmarkmiðið að styrkja stöðu bænda og auka verðmætasköpun

Nú í byrjun október birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi mínu um ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f