Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurskoðun búvörusamninga og aukinn innflutningur á kjöti
Lesendarýni 2. mars 2023

Endurskoðun búvörusamninga og aukinn innflutningur á kjöti

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Nú er komið að endurskoðun búvörusamninga og þarf að huga að tilvist bænda í þeim samningum, en málið snertir fæðuöryggi og byggðastefnu þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson

Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi þjóðarinnar skipt okkur Íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í Evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru.

En hvað þýðir þetta orð, fæðuöryggi?

Þegar talað er um fæðuöryggi samkvæmt skilgreiningu matvælaráðneytisins þá er átt við að allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.

Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins, framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja um rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna.

Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki, og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Búvörusamningarnir gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunarákvæðum, fyrst árið 2019 og nú stendur þessi síðari endurskoðun fyrir dyrum 2023. Staðreyndin er sú að krefjandi tímar eru fram undan í landbúnaði með hækkun á öllum aðföngum til bænda.

Einnig verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að meðalaldur bænda er um 60 ár og nýliðun lítil í bændastéttinni. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði.

Við vitum það, Íslendingar, að kjötið sjálft er engu líkt og einstakt á heimsmælikvarða. Þar spila saman aldalöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra.

Einnig hef ég áhyggjur af stöðu kjúklingabænda, því nú berast okkur fregnir af því að innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkranínu hafi verið í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu.

Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda.

Ég skora því á samflokksmenn mína, þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins að setja þessi mál á dagskrá og standa vörð um sérstöðu íslenskra bænda. Einnig að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir dreifða búsetu og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar.

Skylt efni: Búvörusamningur

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi
Lesendarýni 14. febrúar 2025

Þjóðbúningur að gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi

Íslenskur hópur kvenna sameinast nú um stórbrotna gjöf sem mun gleðja og styrkja...

Íslenska kýrin í mikilli framför
Lesendarýni 12. febrúar 2025

Íslenska kýrin í mikilli framför

Það liggur fyrir mikið afrek hjá kúabændum á þessari öld hversu stórstígar framf...

Kolefnisskógrækt á villigötum
Lesendarýni 11. febrúar 2025

Kolefnisskógrækt á villigötum

Á samfélagsmiðlinum Vísi birtist umfjöllun um skógræktina á Þverá og í Saltvík í...

Að gefnu tilefni
Lesendarýni 10. febrúar 2025

Að gefnu tilefni

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtist grein eftir þá félaga Baldur Helga Ben...

Ljótur er ég
Lesendarýni 5. febrúar 2025

Ljótur er ég

Sykur skiptir öllu máli. Án hans væru einungis sykurlausir drykkir í boði og mig...

Fokskaðar á þökum
Lesendarýni 3. febrúar 2025

Fokskaðar á þökum

Á hverju ári koma ofsaveður hér á landi þar sem allt lauslegt, og sumt fast, tek...

Bláskelin er bjargvættur
Lesendarýni 31. janúar 2025

Bláskelin er bjargvættur

Ein allra stærsta áskorun samtímans er hvernig hægt verður að mæta vaxandi þörf ...

Raunhæfar leiðir til að efla nautgriparækt á Íslandi
Lesendarýni 30. janúar 2025

Raunhæfar leiðir til að efla nautgriparækt á Íslandi

Samkvæmt öllum tölulegum upplýsingum um afkomu íslenskra kúabænda sem lesa hefur...