Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
„Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr,“ segir Guðni m.a. í grein sinni.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 31. janúar 2025

Bláskelin er bjargvættur

Höfundur: Guðni Þ. Ölversson, fyrrverandi kennari.

Ein allra stærsta áskorun samtímans er hvernig hægt verður að mæta vaxandi þörf fyrir matvælaframleiðslu. Samhliða verður að finna leiðir til að koma í veg fyrir eyðileggingu vistkerfa.

Aðaláherslan verður lögð á niðurskurð í losun á gróðurhúsalofttegundum. Þar kemur bláskelin til sögunnar sem öflugt vopn í baráttunni fyrir frískari og „grænni“ ræktun en áður hefur þekkst.

Þar sem bláskelin umbreytir næringarefnum eins og fosfór og köfnunarefni í prótein getur hún komið sterk inn á markaðinn sem fóðurhráefni bæði fyrir menn og dýr. Auk þess er hún góður liðsmaður þeirra sem berjast fyrir að draga úr mengun sjávarins.

Samkvæmt frétt í „NRK Östlandet“, telja norsku náttúruverndarsamtökin, BELLONA, að lausnin á nýframleiðslu matvæla, dýrafóðri og kolefnisgeymslu liggi í hafinu. Gæta verður þess að framleiðslan valdi lágmarks umhverfisáhrifum. Þetta er gömul speki en ekki ný.

Fiskeldi er í lykilhlutverki við umskipti yfir í „græna“ ræktun

Framleiðsla á eldislaxi er langstærsti hluti þess sem ræktaður er í kvíum inni á fjörðum og flóum í okkar heimshluta.

Að mati BELLONA verður að finna lausnir á þeim áskorunum sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir. Það þýðir að fiskeldi framtíðarinnar verður að draga úr umhverfisfótspori sínu og viðhalda heilbrigðu umhverfi í hafinu þar sem eldi fer fram. Það þarf að tryggja hringlaga stjórnun úrgangsstrauma og auka framleiðslu á tegundum neðar í fæðukeðjunni.

Margir líta sömu augum á bláskeljaeldi og fiskeldi. En þar er mikill munur á. Bláskelin veiðir sína eigin fæðu og hreinsar sjóinn en kvíalaxinn er að mestu fóðraður á verksmiðjuframleiddu fóðri frá bændum.

Þar sem bláskelin veiðir sína fæðu sjálf þarf hún að sjálfsögðu mikið pláss. Bláskeljarækt er matvælaframleiðsla sem nýtir það besta í grænni matvæla- framleiðslu. Því má segja að bláskelin geti verið ómissandi þáttur í lausn samfélagsverkefnis um græna fóðurframleiðslu fyrir bæði menn og skepnur.

Sjálfbært árið 2034

Ríkisstjórn Noregs hefur sett sér það markmið að allt fóður fyrir eldisfisk og búfé komi frá sjálfbærum aðilum árið 2034. Stefnt er að því að hlutfall innlendrar framleiðslu kjarnfóðurs fyrir búfé muni aukast úr 55% í 70%. Það þýðir að framleiðslan verður um 300 þúsund tonn á ári eingöngu fyrir búfé á landi.

Fiskå (fiska.no) stjórnar rannsóknarverkefni er lýtur að því hvernig bláskelin muni virka sem próteinhráefni í kjarnfóður. Þar á bæ hafa menn komist að því að búfé finnst bláskelin bæði bragðgóð og auðmeltanleg. Auk þess inniheldur bláskelin holla sjávarfitu eins og omega 3, litarefni og kalk sem gagnast vel í kjúklingaframleiðslu

Skylt efni: bláskel

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...