Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Lesendarýni 25. janúar 2022

Að halda dagbók

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Hluti af verknámi við búnaðar­skólana var að halda dagbók. Í hana skyldi færa orð um það sem gert var á hverjum degi, auk veðurlýsingar. Lýsa skyldi helstu verkum, gjarnan með því að setja þau í búfræðilegt samhengi. Krafan um dagbókarfærslu var fyrst og fremst tengd verklegu námi. Þess vegna er færsla dagbókar t.d. hluti af verklega búnaðarnáminu á Hvanneyri enn í dag.

Dagbækur búfræðinema frá fyrri tíð hafa allnokkrar varðveist, bæði í fórum afkomenda þeirra og í skjalasöfnum. Ófáar þeirra hafa meðal annars borist aftur að Hvanneyri. Þær elstu eru frá fyrsta tug síðustu aldar. Margar bókanna eru hinar ágætustu heimildir um líf og starf í skólanum. Í fæstum tilvikum er þó fjallað um einkahagi skrifaranna, hvað þá hugsanir þeirra eða tilfinningar, enda ekki til þess ætlast.

Forsíða dagbókar Guðjóns F. Davíðssonar frá Álfadal á Ingjaldssandi.

Gaman er að lesa dagbækur skólafélaga og að sjá hvernig sama viðfangsefnið var séð mismunandi augum. Hver lýsir því eins og það kom honum fyrir sjónir: Einum verður það stóratburður sem annar getur um í framhjáhlaupi eða sleppir alveg. Sumar dagbókanna eru listilega vel skrifaðar. Það sama á við stílinn sem hjá sumum, þó ungum að árum, er skýr og þéttur.

Vitað er að krafan um færslu dagbókar í búnaðarnáminu varð til þess að ýmsir nemendur kusu að halda dagbókarskrifunum áfram að námi loknu. Þannig hafa jafnvel orðið til áratuga langar frásagnir einstaklinga af ævum þeirra, leikjum og störfum. Fæstar þeirra hafa komið fyrir almenningssjónir, enda ekki hugsun skrifaranna að svo yrði. Í gömlum dagbókum liggur víða mikil saga. Á síðari árum hefur kviknað áhugi á að rannsaka þennan þátt íslenskrar menningar. Má þar nefna merkilegt fræðastarf Sigurðar Gylfa Magnússonar prófessors, frumkvöðuls í rannsóknum á sviði einsögu, sem svo er nefnd, en í þeim rannsóknum eru dagbækur einstaklinga, gjarnan alþýðufólks, mikilvægt hráefni.

Með pistli þessum vildi ég vekja athygli á tilvist og gildi dagbókarskrifa búfræðinema fyrri tíðar og hvetja þá, sem slík gögn hafa undir höndum, að sjá til þess að þau komist í verðuga varðveislu – á skjalasafni byggðarlagsins/landsins eða í skjalasafni Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.


Bjarni Guðmundsson

Skylt efni: dagbækur | búfræðsla

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...