Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Að gefnu tilefni
Mynd / mþþ
Lesendarýni 10. febrúar 2025

Að gefnu tilefni

Höfundur: Magnús B. Jónsson, fyrrum starfsmaður við LbhÍ og fyrir íslenskan landbúnað til margra ára.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtist grein eftir þá félaga Baldur Helga Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson þar sem þeir hvetja til aðgerða þegar í stað í því skyni að leggja af hið forneskjulega íslenska mjólkurkúakyn og hefja innflutning á nýjum og afkastameiri kúakynjum til eflingar á íslenskum kúabúskap og mjólkurframleiðslu til framtíðar.

Magnús B. Jónsson.

Í greininni leggja þeir reyndar til aðra aðferðafræði en hingað til hefur verið rædd þegar umræður um að skipta út íslensku kúnni fyrir önnur afkastameiri kúakyn, nefnilega að byggja í miklum mæli á blendingsrækt. Greinin er kröftug brýning til aðgerða eins og vænta mátti úr þeirra ranni en í þessu eins og svo mörgu öðru er kapp best með nokkurri forsjá. Sé umfjöllun um afkomu kúabænda nágrannalandanna skoðuð virðist sem þeir séu ekkert of sælir af sinni afkomu þrátt fyrir að nýta mun afkastameiri kúakyn enda vert að muna að kúakynið og afkastageta þess er ekki eini þátturinn sem markar afkomu greinarinnar og
hvers bónda fyrir sig.

Að þessu sögðu vildi ég gera nokkra athugasemdir við atriði og orðalag sem fram koma í greininni. Í umfjöllun um fyrri rannsóknina á samanburði á íslenskum kúm og kúm af nokkrum erlendum kúakynjum er látið að því liggja að þar hafi höfundar hyglað íslensku kúnni við val á forsendum. Þarna finnst mér ómaklega vegið að höfundunum og hvergi rökstutt. Í þeirri rannsókn var reynt að vanda eins vel til verka og unnt var og þarna hefur höfundum ef til vill skjöplast í mati sínu.

Í greininni er vikið að því hvernig vernda skuli íslenska kúakynið og þar með líffræðilegan fjölbreytileika þess. Í umfjölluninni er kyninu líkt við „forngripasafn“. Á öðrum stað í blaðinu er opnugrein sem fjallar um staðreyndir þessa forngripasafns sem er í stöðugri framför á flestum sviðum ræktunarstarfsins og staðfestir þá alþjóðlegu skoðun og niðurstöður margra rannsókna að besta varðveisla hins líffræðilega fjölbreytileika í búfjárstofni/ kyni er að nýta hann svo sem kostur er til framleiðslu og stunda jafnframt skipulagt ræktunarstarf. Þar með fara saman ræktun og verndun gagnstætt því sem haldið er fram í grein þeirra félaga.

Til þess að hnykkja frekar á hversu lítils virði erfðamengi íslenska kúakynsins sé eru það kallaðir hugarórar ef nokkur trúir því að nokkru sinni í framtíðinni yrði leitað til íslensku kúnna um erfðaefni. Það er erfitt að spá um framtíðina. Í því sambandi má nefna að á sínum tíma þegar úrvalsaðferðir á grunni erfðamengis voru að ryðja sér til rúms héldu sumir fræðimenn, íslenskir, því fram að þessi aðferðafræði myndi að öllum líkindum aldrei geta nýst í litlum erfðahópum eins og íslenska kúakyninu en reyndin var önnur. Hið sama var upp á teningnum varðandi kyngreint sæði. Menn skyldu því aldrei segja aldrei.

Að lokum. Það er mikilvægt í umræðu um starfsumhverfi nautgriparæktarinnar að skoða heildarmyndina og þar er kúakynið aðeins einn af framleiðsluþáttunum. Íslenska kúakynið er ekkert útilokað í þeirri heildarmynd og ekkert „forngripasafn“. Í þessu samhengi verða stjórnvöld að gera sér grein fyrir þeim skyldum sem fylgja skuldbindingum um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika og taki það með í umfjöllun um aðkomu samfélagsins að afkomu bænda og greinarinnar í heild.

Skylt efni: erlent kúakyn

Að fara í stríð við sjálfan sig
Lesendarýni 3. nóvember 2025

Að fara í stríð við sjálfan sig

„Hvern dag sem þú lifir, hefur þú áhrif á veröldina. Þú hefur val um það, hver þ...

Ísland fulltengt
Lesendarýni 31. október 2025

Ísland fulltengt

Síðsumars ferðaðist ég um landið og var með opna íbúafundi í öllum landshlutum, ...

Mislitt fé í hávegum haft
Lesendarýni 30. október 2025

Mislitt fé í hávegum haft

Sú var tíð að víðast hvar var heldur amast við mislitu fé, það helst ekki sett á...

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands
Lesendarýni 17. október 2025

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands

Undanfarin misseri hefur Landbúnaðarháskóli Íslands lagt áherslu á að efla bæði ...

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi
Lesendarýni 16. október 2025

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi

Matvælaframleiðsla á norðurslóðum, uppbygging virðiskeðja fyrir matvæli og seigl...

Skógarferð um Fljótshlíðina
Lesendarýni 15. október 2025

Skógarferð um Fljótshlíðina

Á degi íslenskrar náttúru þann 16. september síðastliðinn tók starfsmaður Skóg-B...

Stærri og öflugri sveitarfélög
Lesendarýni 14. október 2025

Stærri og öflugri sveitarfélög

Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börni...

Meginmarkmiðið að styrkja stöðu bænda og auka verðmætasköpun
Lesendarýni 13. október 2025

Meginmarkmiðið að styrkja stöðu bænda og auka verðmætasköpun

Nú í byrjun október birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi mínu um ...