Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólafur Stephensen, gæðaskinn og jólatré
Af vettvangi Bændasamtakana 23. desember 2024

Ólafur Stephensen, gæðaskinn og jólatré

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Því fer fjarri að allir bændur starfi við matvælaframleiðslu en búgreinar eins og hrossarækt, loðdýrarækt og skógrækt gegna mikilvægu hlutverki í íslenskum landbúnaði.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

Íslenski hesturinn hefur til að mynda löngum verið kallaður þarfasti þjónninn, og þá ekki bara í búrekstri. Hann sá meðal annars um að sækja ljósmóðurina og draga kistuna til kirkju - þannig hefur hann í reynd fylgt manninum frá vöggu til grafar. Árið 1788 hvatti síðan Ólafur Stephensen stiftamtmaður landsmenn til að bæta hrossin með úrvali og setja sér stefnu í ræktunarmálum. Þar lýsti hann því meðal annars hvernig hross skyldu vera byggð svo ágætt gæti talist. Fyrsta kynbótasýningin var haldin fyrir tæpum 120 árum og hafa hrossabændur æ síðan haft það að leiðarljósi að bæta og efla íslenska hestakynið. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk hrossarækt er áheimsmælikvarðaenslíkthefðiekki náðst, og væri ekki viðhaldið, nema fyrir metnaðarfulla hrossabændur og ástríðu þeirra að rækta betri og öflugri hross. Menningarverðmæti íslenska hestsins er bæði ómetanlegt og óumdeilt – hann er samofinn sögu okkar og menningu. Við berum ábyrgð á að halda vel utan um íslenska hrossastofninn og þar með standa vörð um hrossabændur til að efla frekar kynbætur, rannsóknir, þróun og ræktun íslenska hestsins.

Þrátt fyrir að loðdýraræktin sé langtum yngri en hrossaræktin þá eru gæði loðdýraræktunarinnar hérlendis þannig að eftir er tekið. Íslenskir loðdýrabændur hafa verið í efstu sætum skinngæða á heimsvísu. Því má meðal annars þakka ötulu starfi loðdýrabænda, góðu hráefni í fóðri og ekki síst góðri umhir dýranna. Loðdýraræktin hefur átt undir högg að sækja en það er mikilvægt að hafa í huga að ræktunin nýtir mikið til fisk- og sláturhúsaúrgang í fóðri sem leiðir til umtalsverðra áhrifa við að draga úr kolefnisspori landsins. Þannig er dregið úr losun með nýtingu á hráefni sem annars þyrfti að urða. Ávinningur af loðdýrarækt er mikill og gegna þar loðdýrabændur mikilvægu hlutverki í hringrásarhagkerfinu. Þess utan færumst við fjær náttúrunni þegar við umlykjum okkur gerviefnum. Loðfeldir, ásamt öðrum afurðum úr ríki náttúrunnar, ganga í samband við hana aftur að líftíma loknum en það gera gerviefnin ekki. Slíkt virðist gleymast oft í umræðunni.

Skipulögð skógrækt á Íslandi á sér meira en hundrað ára sögu og í henni liggja mikil tækifæri. Skógar gegna mörgum og fjölbreyttum hlutverkum og eitt þeirra er að stemma stigu við hraðfara loftslagsbreytingum sem stafa af uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Skógarbændur hafa unnið þrekvirki í að ná upp ræktun hér á landi og stuðla að frekari framleiðslu skógarafurða. Skógræktin skapar störf, eykur nýsköpun, eflir byggð og minnkar kolefnisfótspor innflutnings. Nauðsynlegt er að eiga skógarauðlindir til nytja og þar skipa skógarbændur lykilhlutverk. Gagnsemi skógræktar er raunveruleg – út frá svo ótal mörgum hliðum.

Þar sem senn líður að jólum er ekki seinna vænna en að hringja inn jólin með íslensku jólatré og njóta komandi vikna. Ég vil enn fremur nýta tækifærið og óska ykkur bændum og öllum hinum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Í framtíð og nútíð ykkur falli í skaut – sá friður sem innleiðir jólin.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...