Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í loftslagsvegvísi landbúnaðarins verður nánar fjallað um einstakar aðgerðir í loftslagsmálum og tengingu þeirra við aðgerðaáætlun stjórnvalda.
Í loftslagsvegvísi landbúnaðarins verður nánar fjallað um einstakar aðgerðir í loftslagsmálum og tengingu þeirra við aðgerðaáætlun stjórnvalda.
Mynd / sp
Af vettvangi Bændasamtakana 17. október 2024

Eru loftslagsmál bara kostnaður?

Höfundur: Hilmar Vilberg Gylfason, sjálfbærnisérfræðingur hjá BÍ.

Landbúnaður hefur þá sérstöðu að vera frumframleiðandi, hvort sem um ræðir matvæli, timbur eða önnur hráefni sem ræktuð eru á landi.

Hilmar Vilberg Gylfason.

Umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þarf að taka mið af þeirri sérstöðu. Í umsögn Bændasamtakanna um nýja og uppfærða aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er lögð höfuðáhersla á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum landbúnaðarins byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla. Þessar áherslur tengjast beint skyldum Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda, svo sem stefnum um matvæli, landbúnað, þjóðaröryggi og byggðaáætlun.

Bændasamtökin horfa þess vegna jákvæðum augum á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Sú sviðsmynd sem margir aðilar hafa dregið upp af áætluninni um að henni fylgi eintómur kostnaður og enginn ávinningur er ekki í samræmi við mat samtakanna. Flestar aðgerðir í aðgerðaáætlun stjórnvalda sem snúa að landbúnaði hafa jákvæð langtímaáhrif á afkomu og jákvæð efnahagsleg áhrif þó stofnkostnaður geti verið hindrun.

Í umsögn Bændasamtakanna kemur fram að íslenskir bændur eiga í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafa skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði er líklega eitt besta dæmið um innleiðingu á aðferðum sem hafa skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda. Þessar aðgerðir hafa einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum en frá árinu 2005 hefur náðst tæplega 30% samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Þannig má í reynd fullyrða að með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs.

Af því mikið hefur verið talað um umsögn Viðskiptaráðs um aðgerðaáætlunina þá verður að nefna að ráðið lagði það mat á aðgerðir í landbúnaði að nánast engar þeirra hefðu jákvæð áhrif.

Þetta mat ráðsins byggir á einhverjum misskilningi. Sem dæmi má nefna er innleiðing á umhverfisbókhaldi landbúnaðarins aðgerð sem snýst fyrst og fremst um að nýta þær upplýsingar sem bændur eru þegar að skrá í skýrsluhaldið. Bændur eru alvanir að skrá upplýsingar í skýrsluhaldið og vinna með þau gögn sem bústjórnartæki. Kynbótastarfið byggir sem dæmi á þess háttar vinnu. Umhverfisbókhald, loftslagsbókhald eða hvaða nöfnum sem það er nefnt er í grunninn bara tól til að fylgjast með notkun á aðföngum, afurðasemi á búum og tengslum þessara þátta við kolefnislosun. Samhliða gefa slík tól möguleika á að bændur geti borið sig saman við önnur sambærileg bú og þannig sett sér markmið í sínum rekstri. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að bætt afurðasemi og minni notkun aðfanga er í báðum tilfellum jákvæð stærð í afkomu bænda.

Þessa dagana vinna Bændasamtökin að útgáfu á Loftslagsvegvísi landbúnaðarins þar sem nánar verður fjallað um einstakar aðgerðir í loftslagsmálum og tengingu þeirra við aðgerðaáætlun stjórnvalda. Grunnstefið er að við höldum áfram á sömu braut árangurs, styrkjum grunninn, innleiðum hratt nýjar sannprófaðar aðgerðir og nýtum til þess jákvæða hvata. Með allt þetta að leiðarljósi mun íslenskur landbúnaður vera vel fær um að halda áfram að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum og framleiða loftslagsvænstu afurðir heims.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...