Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá fundi deildar garðyrkjubænda á búgreinaþingi 2023. Fremst til vinstri situr Axel Sæland, nýendurkjörinn formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Frá fundi deildar garðyrkjubænda á búgreinaþingi 2023. Fremst til vinstri situr Axel Sæland, nýendurkjörinn formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Af vettvangi Bændasamtakana 10. mars 2023

Bregðast þarf við verri afkomu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Axel Sæland var endurkjörinn sem formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bænda­samtökum Íslands á nýliðnu búgreinaþingi.

Fjórtán tillögur lágu fyrir þinginu og flestar snerust þær um endurskoðun búvörusamninga og þeim tengdum. Skýrsla RML sýnir að hagur garðyrkjubænda hefur versnað.

„Búvörusamningarnir eru stóra málið hjá garðyrkjubændum þetta árið og tillögurnar skiptust í tvennt. Annars vegar stuðning við nýliða í greininni og að fá ungt fólk inn í greinina og tvær tillögur sem fjölluðu um það.“

Dýrt fag að stíga inn í

Aðspurður segir Axel að þrátt fyrir að áhugi á garðyrkju sé mikill sé nýliðun í greininni jafnmikið áhyggjuefni innan greinarinnar og í öðrum búgreinum. „Það að stofna eða kaupa garðyrkjustöð er mikil fjárfesting og dýrt að stíga fyrstu skrefin inn í greinina.“

Hagur garðyrkjubænda

Á fundi garðyrkjubænda gerði Ívar Ragnarsson, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, grein fyrir nýrri skýrslu RML um rekstrarskilyrði garðyrkjunnar 2019 til 2021.

Í máli Ívars kom meðal annars fram að afkoma þeirra bænda sem tóku þátt í verkefninu sem skýrslan var unnin upp úr hefur versnað.

Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili.

Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá.

„Það er deginum ljósara að það þarf að bregðast við því og að garðyrkjubændur muni nýta sér skýrsluna til þess.“

Dökk mynd

Axel segir að skýrslan hafi dregið upp dekkri mynd en hann hafi búist við og því miður sýni hún að afkoma garðyrkjubænda hefur farið versnandi.

„Sjálfur átti ég von á að staðan í ylræktinni væri betri en ástæðurnar fyrir þessu geta verið margar. Verðbólgan er ekki að hjálpa og vegna hennar erfitt að halda vöruverði niðri. Bæði laun og aðföng hafa hækkað og erfitt að velta þeim hækkunum út í verðlagið. Á þinginu kom fram vilji til að fara í aukið samtal við RML um nýliðun í greininni og að þeir hafi beinan aðgang að skýrsluhaldi, áætlunargerð og bókhaldi garðyrkjubænda.“

Ein breyting í stjórn

Axel Sæland var endurkjörinn sem formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands á nýliðnu búgreinaþingi. Ein breyting var gerð á stjórn deildarinnar, Óskar Kristinsson hætti sem stjórnarmaður og Jón Helgi Helgason kom í hans stað.

Skylt efni: garðyrkjubændur

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...