Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hér er íslenski hópurinn sem tekur þátt í innri vinnuhópum. F.v.: Eva Hlín Alfreðsdóttir, alþjóðaskrifstofa, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri, Jóhanna Gísladóttir lektor, Gunnhildur Guðbrandsdóttir, kennsluskrifstofa, Utra Mankasingh verkefnastjóri, Eva Símonardóttir, tölvuþjónusta, Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarsvið, Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi. Öll eru þau fulltrúar í mismunandi vinnuhópum og eru Jóhanna og Christian einnig í yfirstjórn netsins og síðan stýra Christian og Utra sínum vinnuhóp um gæðamál og endurgjöf.
Hér er íslenski hópurinn sem tekur þátt í innri vinnuhópum. F.v.: Eva Hlín Alfreðsdóttir, alþjóðaskrifstofa, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri, Jóhanna Gísladóttir lektor, Gunnhildur Guðbrandsdóttir, kennsluskrifstofa, Utra Mankasingh verkefnastjóri, Eva Símonardóttir, tölvuþjónusta, Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarsvið, Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi. Öll eru þau fulltrúar í mismunandi vinnuhópum og eru Jóhanna og Christian einnig í yfirstjórn netsins og síðan stýra Christian og Utra sínum vinnuhóp um gæðamál og endurgjöf.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 6. nóvember 2023

Gríðarleg tækifæri í menntun á sviði landbúnaðar og lífvísinda

Höfundur: Jóhanna Gísladóttir, lektor hjá LbhÍ.

Frá 23. til 25. október 2023 fór fram allsherjarfundur í Háskólanum í Almería á Spáni þar sem yfir hundrað sérfræðingar frá átta evrópskum lífvísindaháskólum komu saman undir merkjum UNIgreen samstarfsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands er einn af þessum átta háskólum, og sóttu fulltrúar á breiðu sviði starf- semi háskólans viðburðinn, meðal
annars þeir sem vinna að alþjóðasamskiptum, á kennslusviði, endurmenntun, tölvu-
tækni, rannsóknum og almannatengslum.

UNIgreen háskólanetið miðar að því að endurhugsa menntun í landbúnaði, lífvísindum og líftækni til að mæta áskorunum samtímans og stuðla að grænni umbreytingu. Hugmyndafræði samstarfsins er grænn, evrópskur háskóli sem skuldbindur sig til að finna lausnir til framtíðar. Öll erum við að kljást við sömu mikilvægu spurningarnar um það hvernig framleiða megi matvæli á sem sjálfbærastan hátt, með nýsköpun að leiðarljósi.
Ljóst er að í samstarfinu felast gríðarleg tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk LbhÍ að stunda nám, afla sér þekkingar og fara í samstarf við þá evrópsku skóla innan samstarfsins, í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni, í Búlgaríu, Portúgal, Póllandi og Belgíu. Nú þegar er verið að móta verkferla til að hvetja nemendur til að stunda nám við samstarfsháskóla innan UNIgreen háskólanetsins. Slík samvinna stuðlar ekki aðeins að fjölbreytilegu námsumhverfi heldur hraðar það miðlun á rannsóknum og aðferðum.

Sérstök áhersla er á að auka og efla framboð doktors- og meistaranáms á fagsviðum samstarfsins, auk þess að skapa öflugar tengingar við atvinnulífið í gegnum nýsköpun. Stefnan er að bjóða upp á fyrsta doktorsnámið haustið 2024 með áherslu á landbúnaðarvísindi og tækni. Þá verður komið á fót sameiginlegum prófgráðum þar sem sérfræðiþekking og styrkleikar hvers háskóla fyrir sig mun spila mikilvægt hlutverk svo nemendur öðlist hagnýta þjálfun á sínu sérsviði. Það þýðir að ef rannsóknarinnviðir okkar standi hinum háskólunum framar á tilteknu sviði getum við fengið til okkar alþjóðlega nemendur sem þjálfast á því sviði, og öfugt.

Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og þetta samstarf mun efla menntun á sviðinu ásamt því að auka tækifæri og þróun nútímatækni í íslenskum landbúnaði.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...