Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls var 81,4% mjólkur landsins frá fjósum þar sem kýr eru lausar.
Alls var 81,4% mjólkur landsins frá fjósum þar sem kýr eru lausar.
Mynd / GBE
Á faglegum nótum 14. febrúar 2023

Fjöldi fjósa kominn undir 500

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Alls voru um síðustu áramót 498 virk fjós í mjólkurframleiðslu og af þeim voru 175 básafjós með rörmjalta- og/eða fötukerfi, þ.e. 35,1% fjósa landsins. Önnur voru þá lausagöngufjós með annaðhvort mjaltaþjóna eða mjaltabása.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mjaltaþjónar hafa tekið við sem mest notaða mjaltatæknin á Íslandi og hlutdeild þessarar mjaltatækni í heildarframleiðslu landsins hélt áfram að aukast árið 2022 og var í árslok í 254 fjósum, eða 51% þeirra.

35% fjósanna en 19% framleiðslunnar

Þrátt fyrir að básafjós séu enn um 35% fjósanna, 175 talsins eins og áður segir, þá er framleiðsla þeirra hlutfallslega mun minni og sé litið til innlagðrar mjólkur árið 2022 þá nam framleiðsla básafjósa 18,6% af landsframleiðslunni, en innlögð mjólk var alls 148 milljónir lítra á liðnu ári. 81,4% mjólkur landsins var því um áramótin frá fjósum þar sem kýr eru lausar.

Langmest af þessari mjólk, þ.e. frá kúm í lausagöngu, er frá fjósum þar sem mjólkað er með mjaltaþjónum en um 68,9% mjólkurinnar er frá fjósum með þá tækni.

Til samanburðar má geta þess að í árslok 2019 var hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónafjósum 55,7%. Rétt er að taka fram að útreikningarnir miðast við þann mjaltatæknibúnað sem var í fjósunum um síðustu áramót og því er um örlítið ofmat að ræða á þessu hlutfalli, enda skipta sum fjós um tækni innan ársins og því er framleiðsla ársins skráð á hina nýju tækni.

1,2 mjaltaþjónar að jafnaði á hverju búi

Séu niðurstöður skráninga mjaltatækninnar skoðaðar nánar kemur í ljós að 203 fjós voru með 1 mjaltaþjón, 45 með tvo og 6 fjós með þrjá eða fleiri.

Athygli vekur að engin hlutfallsleg aukning varð á fjósum með fleiri en einn mjaltaþjón og eru nú að meðaltali 1,2 mjaltaþjónar á búum landsins. Meðaltalið nú er heldur minna en það var árið 2019 svo nokkuð er ljóst að búin eru ekki að stækka mikið umfram 1 mjaltaþjón þessi misserin.

Meðalframleiðslan 327 þúsund lítrar

Þegar rætt er um mjaltaþjónabú er oftast erlendis horft til þeirrar framleiðslu sem sú tækni skilar af sér, þ.e. afurðasemi hvers mjaltaþjóns. Meðalinnlögn mjólkur frá hverjum mjaltaþjóni var um 327 þúsund lítrar á árinu og er það ekki langt frá meðaltali fyrri ára.

Það sem vekur þó athygli er að sumir kúabændur eru að ná góðum árangri með sína mjaltaþjóna. Þannig voru t.d. 19 kúabú að leggja inn meira en 450.000 lítra að jafnaði á hvern mjaltaþjón og þar af voru tvö bú að leggja inn meira enn 500.000 lítra frá hverjum mjaltaþjóni og það sem lagði inn mest var með rúmlega 520.000 lítra.

Mikil ónýtt framleiðslugeta

Eins og undanfarin ár er ónýtt framleiðslugeta mjaltaþjónatækninnar hér á landi gríðarlega mikil, þ.e. miðað við hámarks nýtingu við íslenskar aðstæður. Má þannig reikna út að með allri þeirri fjárfestingu í þessari mjaltatækni, sem kúabændur landsins hafa nú þegar kostað til, væri hægt að sinna allri innanlandsframleiðslunni og raunar þónokkuð gott betur en það.

Hægt að gera enn betur

Það er dagljóst að mjaltaþjónatæknin sem slík ræður við miklu meira magn mjólkur, enda eru mjaltaþjónar hannaðir til þess að ráða við rúmlega 3 tonn af mjólk á dag og því vel yfir1 milljón lítra mjólkurframleiðslu á ári. Nýtingin á Íslandi er því ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin ræður við í raun og veru.

Þetta skýrist af ýmsum þáttum en þyngst vegur væntanlega slök afkastageta kúakynsins auk þeirra framleiðslutakmarkana sem íslensk kúabú starfa við.

Í nánast öllum löndum sem við berum okkur saman við hafa afkastameiri kúakynjum og starfa auk þess við óheft framleiðsluumhverfi.

Erlend reynsla

Víða erlendis hefur þeim kúabændum, sem ná einstökum árangri með mjaltaþjóna sína, verið hampað sérstaklega enda þessi kúabú oftar en ekki mun hagkvæmari í rekstri en önnur kúabú. Reynslan frá Danmörku sýnir, þegar gögn um bú sem lögðu inn að meðaltali 2.500 lítra á dag eða meira eftir hvern mjaltaþjón eru skoðuð, að þau eiga ýmislegt sameiginlegt.

Þessi bú eru nánast undantekningarlaust rekin af bæði miklum metnaði og fagmennsku.

Þá er starfsfólk búanna oftar en ekki mikið kúafólk, þ.e. einstaklingar sem hafa einstaklega gott auga fyrir ástandi gripa og bregðast hratt við ef stefnir í óefni.

Án þess að greinarhöfundur þekki til á öllum þeim kúabúum, sem eru meðal þeirra afurðahæstu hér á landi þegar horft er til afkastagetu mjaltaþjóna, þá kæmi ekki á óvart að sömu forsendur eigi við um þessi bú og þau dönsku.

Byggt á gögnum frá Auðhumlu og KS, sem fá þakkir fyrir.

Skylt efni: nautgriparækt | Fjós

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn