Hægt að bæta verulega ammoníaksnýtingu fjósa
Hvort sem það er nú sanngjarnt eða ekki, sérstaklega þegar horft er til flutninga á vörum og fólki um allar koppagrundir, þá eru kýr oft gerðar að umtalsefni þegar kemur að tali um sótspor. Fyrir vikið hafa vísindamenn um allan heim unnið að alls konar lausnum svo unnt sé að draga úr sótspori nautgriparæktar.