Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Líf hefur aftur færst í fjósið á Refsstöðum.
Líf hefur aftur færst í fjósið á Refsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 20. febrúar 2015

Fjósið á Refsstöðum aftur í notkun - Myndskeið

Höfundur: smh

Í desember á síðasta ári fengu hjónin Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir afhent fjósið á Refsstöðum í Hálsasveit Borgarfjarðar, sem þau höfðu þá fest kaup á. Nú í febrúar var þar byrjað að mjólka.

Fjósið rúmar130 kýr og hafði þetta stóra fjós staðið ónotað frá 2010 en það var tekið í notkun árið 2008.

 

„Þetta lítur bara vel út allt saman núna. Þegar við tókum við fjósinu innréttuðum við allt upp á nýtt, enda var það galtómt. Við útbjuggum flokkunarhlið og smíðuðum eitt og annað sjálf, eins og til dæmis kjarnfóðurbása, segir Brynjar en þau Anna Lísa búa sjálf á Sleggjulæk í Stafholtstungum – í um 20 km fjarlægt frá Refsstöðum og voru þar með lítið básafjós.

„Ég heyjaði hér í fyrra og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Brynjar. „Við hófum búskap á Sleggjulæk árið 2012, með 20 mjólkandi kýr og fjölguðum svo smám saman og lítillega í 34 kýr.“

Ætlum að framleiða að lágmarki 800 þúsund lítra

„Við lögðumst svo fljótlega yfir það að koma saman viðskiptaáætlun fyrir kaupunum á þessu fjósi og innréttingum – og það hefur svo allt gengið eftir varðandi fjármögnunina. Það munar miklu að taka við slíku fjósi umfram það að byggja nýtt frá grunni. Við byrjuðum að innrétta í desember síðastliðnum og erum svo farin að mjólka nú í febrúar. Það að byggja fjós tekur að lágmarki eitt og hálft ár – og framkvæmdartíminn getur verið erfiður. Það hefði verið galið að sleppa svo góðu tækifæri,“ segir Brynjar.

Þegar blaðamaður heimsótti Refsstaði um miðjan febrúar, var þar einn mjaltarþjónn, en að sögn Brynjars munu þeir verða tveir innan tíðar. Þá hafa þau keypt flórsköfuþjark með vatnsúðakerfi og legubásadýnur og er útlit fyrir að fjósið muni allt verða hið prýðilegasta í nánustu framtíð. 

„Stefnan er að vera með um 120 mjólkandi kýr, en núna erum við komin með 40. Vonandi líður ekki á löngu þar til við verðum farin að fullnýta húsið. Þetta er farið að virka vel hjá okkur núna þannig að við getum farið á fullt í það núna að ganga frá lausum endum og fylla fjósið. Við munum kaupa kýr af ýmsum þeim sem eru aflögufærir. Þegar við verðum komið í fulla framleiðslu ætlum við að framleiða um 800 þúsund lítra á ári, eða ekki undir því. Núna erum við með rúma 100 þúsund lítra kvóta,“ segir Brynjar.

5 myndir:

Skylt efni: Fjós | Refsstaðir

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...