Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Mynd / GM
Fréttir 29. mars 2021

Með afurðahæstu kýr landsins 2020

Höfundur: HKr. / MÞÞ

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020, samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­aðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Greinilegt er að byggingin á nýja fjósinu í  samvinnu við Byko og mjaltaþjóninn frá Lely Center á Íslandi eru að skila góðum árangri samhliða natni í fóðrun og um­hirðu skepnanna hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni.

Kýrnar voru að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr.

Fjallað var um þessa fjós­byggingu í Bændablaðinu, en sú uppbygging varð kveikjan að því samstarfi sem nú er hafið á milli Byko og Lely Center á Íslandi. Í umfjölluninni kom fram að nýja fjósið að Búrfelli var flutt inn af Byko frá Póllandi og er Búrfellsfjósið hið fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Það er 688 fermetra að stærð, og þar er pláss fyrir 64 kýr auk smákálfa að 6 mánaða aldri.

„Við höfum haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir hér að leita bestu og hagkvæmustu kosta, en lögðum mikinn metnað í það að ná að semja við verktaka í okkar heimabyggð, Dalvíkurbyggð, og það tókst nánast að öllu leyti,“ sagði Gunnar Þór Þórisson, bóndi á Búrfelli.

Kúnum líður betur

Guðrúnu Marinósdóttir sagði í samtali við Bændablaðið að það hefði vissulega áhrif á nyt kúnna að þeim liði greinilega betur þar sem mun rýmra væri um þær. Þá voru þau áður með rörmjaltakerfi, en tóku í notkun Lely mjaltaþjón í nýja fjósinu.

Í samtölum við bændur sem hafa verið að taka í notkun mjaltaþjóna á liðnum misserum er ljóst að þeir auka á margan hátt þægindin við umhirðu kúnna, en eru í sjálfu sér ekki endilega ávísun á betri árangur í framleiðslu. Sumir nefna líka ekki síðri árangur af mjaltagryfjum. Margt annað getur líka spilað þar inn í og þá skiptir hið fornkveðna ekki minna máli, eða „veldur hver á heldur“.

Fjósið er galvaníserað stál­grindar­hús, en framleiðandi hússins er Rolstal í Póllandi. Það er klætt samlokueiningum.

Loftræstikerfi er í nýja fjósinu sem er viftukerfi, ábúendur á Búrfelli tóku slíkt kerfi fram yfir þakglugga sem gjarnan eru hafðir á nýjum fjósum nú til dags, einkum vegna þess að á stundum og í ákveðnum áttum gerir hávaðarok um dalinn auk þess að vera mun ódýrari kostur en þakgluggar.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...