Nýja fjósið á Búrfelli.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Mynd / GM
Fréttir 29. mars 2021

Með afurðahæstu kýr landsins 2020

Höfundur: HKr. / MÞÞ

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020, samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­aðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Greinilegt er að byggingin á nýja fjósinu í  samvinnu við Byko og mjaltaþjóninn frá Lely Center á Íslandi eru að skila góðum árangri samhliða natni í fóðrun og um­hirðu skepnanna hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni.

Kýrnar voru að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr.

Fjallað var um þessa fjós­byggingu í Bændablaðinu, en sú uppbygging varð kveikjan að því samstarfi sem nú er hafið á milli Byko og Lely Center á Íslandi. Í umfjölluninni kom fram að nýja fjósið að Búrfelli var flutt inn af Byko frá Póllandi og er Búrfellsfjósið hið fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Það er 688 fermetra að stærð, og þar er pláss fyrir 64 kýr auk smákálfa að 6 mánaða aldri.

„Við höfum haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir hér að leita bestu og hagkvæmustu kosta, en lögðum mikinn metnað í það að ná að semja við verktaka í okkar heimabyggð, Dalvíkurbyggð, og það tókst nánast að öllu leyti,“ sagði Gunnar Þór Þórisson, bóndi á Búrfelli.

Kúnum líður betur

Guðrúnu Marinósdóttir sagði í samtali við Bændablaðið að það hefði vissulega áhrif á nyt kúnna að þeim liði greinilega betur þar sem mun rýmra væri um þær. Þá voru þau áður með rörmjaltakerfi, en tóku í notkun Lely mjaltaþjón í nýja fjósinu.

Í samtölum við bændur sem hafa verið að taka í notkun mjaltaþjóna á liðnum misserum er ljóst að þeir auka á margan hátt þægindin við umhirðu kúnna, en eru í sjálfu sér ekki endilega ávísun á betri árangur í framleiðslu. Sumir nefna líka ekki síðri árangur af mjaltagryfjum. Margt annað getur líka spilað þar inn í og þá skiptir hið fornkveðna ekki minna máli, eða „veldur hver á heldur“.

Fjósið er galvaníserað stál­grindar­hús, en framleiðandi hússins er Rolstal í Póllandi. Það er klætt samlokueiningum.

Loftræstikerfi er í nýja fjósinu sem er viftukerfi, ábúendur á Búrfelli tóku slíkt kerfi fram yfir þakglugga sem gjarnan eru hafðir á nýjum fjósum nú til dags, einkum vegna þess að á stundum og í ákveðnum áttum gerir hávaðarok um dalinn auk þess að vera mun ódýrari kostur en þakgluggar.

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku
Fréttir 21. apríl 2021

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku

Fyrir ári síðan var opnuð YouTube-rásin Leiðbeiningarefni um burðarhjálp, með my...

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið
Fréttir 21. apríl 2021

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið

Einn stærsti gallinn við lithium-ion bílarafhlöður og aðrar rafhlöður sömu gerða...

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags ...

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi s...

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi
Fréttir 19. apríl 2021

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reyk...

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum
Fréttir 19. apríl 2021

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum

Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru við hále...

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...