Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Mynd / GM
Fréttir 29. mars 2021

Með afurðahæstu kýr landsins 2020

Höfundur: HKr. / MÞÞ

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020, samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­aðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Greinilegt er að byggingin á nýja fjósinu í  samvinnu við Byko og mjaltaþjóninn frá Lely Center á Íslandi eru að skila góðum árangri samhliða natni í fóðrun og um­hirðu skepnanna hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni.

Kýrnar voru að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr.

Fjallað var um þessa fjós­byggingu í Bændablaðinu, en sú uppbygging varð kveikjan að því samstarfi sem nú er hafið á milli Byko og Lely Center á Íslandi. Í umfjölluninni kom fram að nýja fjósið að Búrfelli var flutt inn af Byko frá Póllandi og er Búrfellsfjósið hið fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Það er 688 fermetra að stærð, og þar er pláss fyrir 64 kýr auk smákálfa að 6 mánaða aldri.

„Við höfum haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir hér að leita bestu og hagkvæmustu kosta, en lögðum mikinn metnað í það að ná að semja við verktaka í okkar heimabyggð, Dalvíkurbyggð, og það tókst nánast að öllu leyti,“ sagði Gunnar Þór Þórisson, bóndi á Búrfelli.

Kúnum líður betur

Guðrúnu Marinósdóttir sagði í samtali við Bændablaðið að það hefði vissulega áhrif á nyt kúnna að þeim liði greinilega betur þar sem mun rýmra væri um þær. Þá voru þau áður með rörmjaltakerfi, en tóku í notkun Lely mjaltaþjón í nýja fjósinu.

Í samtölum við bændur sem hafa verið að taka í notkun mjaltaþjóna á liðnum misserum er ljóst að þeir auka á margan hátt þægindin við umhirðu kúnna, en eru í sjálfu sér ekki endilega ávísun á betri árangur í framleiðslu. Sumir nefna líka ekki síðri árangur af mjaltagryfjum. Margt annað getur líka spilað þar inn í og þá skiptir hið fornkveðna ekki minna máli, eða „veldur hver á heldur“.

Fjósið er galvaníserað stál­grindar­hús, en framleiðandi hússins er Rolstal í Póllandi. Það er klætt samlokueiningum.

Loftræstikerfi er í nýja fjósinu sem er viftukerfi, ábúendur á Búrfelli tóku slíkt kerfi fram yfir þakglugga sem gjarnan eru hafðir á nýjum fjósum nú til dags, einkum vegna þess að á stundum og í ákveðnum áttum gerir hávaðarok um dalinn auk þess að vera mun ódýrari kostur en þakgluggar.

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...