Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Nýja fjósið á Búrfelli.
Mynd / GM
Fréttir 29. mars 2021

Með afurðahæstu kýr landsins 2020

Höfundur: HKr. / MÞÞ

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020, samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbún­aðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Greinilegt er að byggingin á nýja fjósinu í  samvinnu við Byko og mjaltaþjóninn frá Lely Center á Íslandi eru að skila góðum árangri samhliða natni í fóðrun og um­hirðu skepnanna hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni.

Kýrnar voru að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr.

Fjallað var um þessa fjós­byggingu í Bændablaðinu, en sú uppbygging varð kveikjan að því samstarfi sem nú er hafið á milli Byko og Lely Center á Íslandi. Í umfjölluninni kom fram að nýja fjósið að Búrfelli var flutt inn af Byko frá Póllandi og er Búrfellsfjósið hið fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Það er 688 fermetra að stærð, og þar er pláss fyrir 64 kýr auk smákálfa að 6 mánaða aldri.

„Við höfum haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir hér að leita bestu og hagkvæmustu kosta, en lögðum mikinn metnað í það að ná að semja við verktaka í okkar heimabyggð, Dalvíkurbyggð, og það tókst nánast að öllu leyti,“ sagði Gunnar Þór Þórisson, bóndi á Búrfelli.

Kúnum líður betur

Guðrúnu Marinósdóttir sagði í samtali við Bændablaðið að það hefði vissulega áhrif á nyt kúnna að þeim liði greinilega betur þar sem mun rýmra væri um þær. Þá voru þau áður með rörmjaltakerfi, en tóku í notkun Lely mjaltaþjón í nýja fjósinu.

Í samtölum við bændur sem hafa verið að taka í notkun mjaltaþjóna á liðnum misserum er ljóst að þeir auka á margan hátt þægindin við umhirðu kúnna, en eru í sjálfu sér ekki endilega ávísun á betri árangur í framleiðslu. Sumir nefna líka ekki síðri árangur af mjaltagryfjum. Margt annað getur líka spilað þar inn í og þá skiptir hið fornkveðna ekki minna máli, eða „veldur hver á heldur“.

Fjósið er galvaníserað stál­grindar­hús, en framleiðandi hússins er Rolstal í Póllandi. Það er klætt samlokueiningum.

Loftræstikerfi er í nýja fjósinu sem er viftukerfi, ábúendur á Búrfelli tóku slíkt kerfi fram yfir þakglugga sem gjarnan eru hafðir á nýjum fjósum nú til dags, einkum vegna þess að á stundum og í ákveðnum áttum gerir hávaðarok um dalinn auk þess að vera mun ódýrari kostur en þakgluggar.

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...