Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýtt fjós á Syðri-Bægisá reist á rúmu ári
Mynd / Ágúst Ólafsson
Líf og starf 3. ágúst 2018

Nýtt fjós á Syðri-Bægisá reist á rúmu ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það hefur örugglega hvatt hann pabba frekar en hitt að ráðast í þessar fram­kvæmdir af því við Gunnella systir mín erum mjög áhugasamar um búskapinn,“ segir Jónína Þórdís Helgadóttir á Syðri-Bægisá í Hörgársveit.
 
Þar á bæ var nýtt fjós tekið í notkun nýverið, sveitungum var boðið að skoða og var margt um manninn. Ábúendur á Syðri-Bægisá eru hjónin Helgi Bjarni Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, dætur þeirra, Gunnella, Jónína Þórdís og Hulda Kristín Helgadætur, amma þeirra systra, Hulda Aðalsteinsdóttir og tengdasynirnir Arnar Rafn Gíslason og Arnþór Gylfi Finnsson.
 
Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir á Syðri-Bægisá og Árni Arnsteinsson á spjalli.
 
100 ára saga
 
Helgi og Ragnheiður tók við búskapnum af foreldrum hans árið 1981 og hafa staðið fyrir búskap á jörðinni síðan. Steinn, faðir Helga, og Hulda, móðir hans, höfðu tekið við af foreldrum Steins árið 1951 og þótti búskapur þeirri vera til mikillar fyrirmyndar. Það var faðir Steins, Snorri, sem keypti jörðina á því herrans ári 1918, þannig að samfelld búskaparsaga hennar á Syðri-Bægisá nær yfir eina öld. Snorri var að leita sér að jörð til að búa á og fór m.a. í Skagafjörð í því skyni, en jörðin sem hann hafði augastað á þar var seld. Svo vel vildi til að á sama tíma var Syðri-Bægisá til sölu og Snorri keypti. 
 
Áhugi systranna hvatti pabbann
 
Það tók nákvæmlega 13 mánuði að reisa nýju fjósbygginguna sem er 970 fermetrar að stærð, hafist var handa 13. júní í fyrra og verkinu lokið 13. júlí í sumar.  Á Syðri-Bægisá eru nú 46 kýr í fjósi, en 70 básar eru í fjósinu og pláss fyrir 60 kálfa. Allur búnaður er frá Delaval; Mjaltaþjónn, mjólkurtankur, kjarnfóðurbásar, flórsköfuþjarkur, kálfafóstra, ljósabúnaður, innréttingar og básadýnur. 
 
Nýja fjósið leysir gamalt básafjós af hólmi, en það uppfyllti ekki lengur reglugerð um aðbúnað og velferð dýra. Líkt og gengur og gerist með bændur í þeirri stöðu var annaðhvort að hrökkva eða stökkva eins og þar stendur.  Jónína Þórdís segir að gamla fjósið hafi verið úrelt og of kostnaðarsamt að breyta því.
 
„Við systurnar, ég og Gunnella, erum afskaplega áhugasamar um búskapinn og eflaust hefur það gert útslagið þegar ákveðið var að byggja nýtt og stórt fjós hér frá grunni. Það hefur hvatt foreldra okkar í að ráðast í þessar framkvæmdir að sjá að yngri kynslóðin er tilbúin á hliðarlínunni,“ segir Jónína Þórdís.
 
Kýrnar fljótar að aðlagast
 
Hún segir að kýrnar, sem vanar séu básafjósi upp á gamla mátann, hafi verið fljótar að aðlagast við komuna í nýja fjósið. Einkum hafi hún tekið eftir því með yngri kýrnar, þær hafi verið snöggar til, „ætli það sé ekki eins með þær og mannfólkið, eru fljótari til að tileinka sér nýja tækni,“ segir hún. „Þetta var ógnarstórt stökk fyrir þær, gjörbreyting á öllu sem þær áður þekktu og voru vanar, en við tökum eftir að þær eru býsna snöggar að ná áttum. Flestar mættu sjálfar í mjaltir eftir svona viku.“
Hugurinn stefnir í að stækka búið
 
Hugur er í ábúendum á Syðri-Bægisá að auka við búskapinn í kjölfar þess að nýtt fjós er tekið í gagnið. Undanfarin misseri hafa þau verið að kaupa kálfa og búa í haginn til framtíðar. „Við höfum verið að kaupa kvígur og kálfa, en höfðum ekkert pláss fyrir þá hér heima þannig að þeir voru geymdir hjá nágrönnum á einum fjórum bæjum síðastliðinn vetur því við höfðum ekki pláss í gamla fjósinu. 
 
 Við höfum verið að sækja þá síðustu daga og þeir eru nú allir komnir heim. Að auki er gert ráð fyrir að um 11 kvígur beri á árinu og því fjölgar í bústofni sem þeirri tölu nemur þegar líður á árið. Enn fleiri munu bera á næsta ári, „þannig að við náum að vinna fjöldann upp nokkuð hratt og örugglega,“ segir Jónína Þórdís. 
 
Nýja fjósið á Syðri-Bægisá er vel tækjum búið og öll vinnuaðstaða eins og best verður á kosið. Undanfarin misseri hafa bændurnir keypt kálfa og þannig búið í haginn til framtíðar. 
Mynd / Jónína Þórdís Helgadóttir
 

 

11 myndir:

Skylt efni: Fjós | fjósbygging

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Teflt á netinu
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess....

TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatö...

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lauti...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?