Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. mars 2019

Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. 

Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. 

Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær  hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. 

Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því.

6 myndir:

Leysir borgarbílinn af hólmi
Líf og starf 18. júlí 2025

Leysir borgarbílinn af hólmi

Riese & Müller Carrie er farartæki sem getur í flestum tilfellum komið í staðinn...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarni...

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...