Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Mynd / Dúi J. Landmark
Líf og starf 30. júní 2021

Tilraunir á Geitasandi með áhrif lífrænna efna á gróðurframvindu

Höfundur: smh

Í byrjun árs var sett af stað samstarfsverkefni um þróun á íslenskum áburði með sjálfbærum framleiðsluaðferðum. Einn angi þess verkefnis er að kortleggja allt lífrænt hráefni sem getur nýst til áburðarframleiðslu. Verkefnisstjórn er í höndum Matís, en samstarfsaðilar eru Atmonia, Landsvirkjun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan – sem nýlega setti upp tilraunir á Geitasandi í Rangárvallasýslu þar sem borin eru saman áhrif mismunandi lífrænna efna á gróðurframvindu á rýrum mel.

Samstarfsverkefnið heitir Sjálf­bær áburðarvinnsla og fékk tveggja ára styrk frá Markáætlun Rannís. Takmarkið er að finna leiðir til að bæta næringarefnum í lífrænan úrgang og gera þau að verðmætum áburði.

Loftmyndir af sáningarreitum á Geitasandi.

Áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna

Í tilraun Landgræðslunnar eru borin saman áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna, með eða án viðbættra næringarefna og sum þeirra í misstórum skömmtum. Allur úrgangur hefur verið meðhöndlaður á þann hátt að leyfilegt er að dreifa honum til uppgræðslu.

Í umfjöllun á vef Landgræðslunnar um tilraunina á Geitasandi kemur fram að hingað til hafi skort leiðir til að endurnýta allan lífrænan úrgang á vistvænan hátt, sérstaklega svokallaðan „vandamálaúrgang“.

Tilraunaverkefni Landgræðslunnar, þar sem mismunandi tegundum af lífrænum áburði er dreift á Geitasandi til að skoða áhrif á gróðurframvindu.

Mannaseyra er vandamálaúrgangur

„Vandamálaúrgangur sem hér er notað sem samheiti yfir efni sem eru illa nýtt, s.s. mannaseyra og ýmis úrgangur frá eldisdýrum, er oft urðaður eða hleypt út í sjó. Hann mætti hins vegar frekar kalla „tækifærisúrgang“.

Þessi tækifærisúrgangur inniheldur mikið magn dýrmætra næringarefna og það er því fullkomin sóun að nýta hann ekki, sérstaklega í landi þar sem ástand gróðurs og jarðvegs er svona bágborið. Því er til mikils að vinna að nýta hann sem best og nota í stað tilbúins innflutts áburðar þar sem það er hægt, en tilbúinn áburður hefur margfalt hærra kolefnisspor og er dýr í innkaupum. Tækifærisúrgangurinn er hins vegar heimafenginn og oftast gjaldfrjáls,“ segir í umfjölluninni.

Haft er eftir Magnúsi H. Jóhannes­syni, teymisstjóra Landgræðslunnar, að geysilega mikil verðmæti séu fólgin í lífrænum úrgangi, þó flest okkar líti á hann sem vandamál sem best sé að losna við sem fyrst. Hann segir að næringarefnin séu nákvæmlega jafn verðmæt og í tilbúnum áburði, bara aðeins þyngri í notkun.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun