Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjassgefinn forystuhrútur
Líf og starf 21. desember 2020

Kjassgefinn forystuhrútur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Einarsstöðum í Reykjadal, á sér einn uppáhaldshrút í fjárhúsinu en það er mjög fallega hyrndur forystuhrútur, sem Olga segir ofurfallegan. 

Hrúturinn er fæddur 2016 í Hellulandi í Aðaldal hjá Snjólaugu Önnu Pétursdóttur og Kristjáni Hólmgeiri Sigtryggssyni en Olga fékk hann í skiptum fyrir gráan gerðarhrút. Hrúturinn heitir Moreward Haig eftir uppáhalds sögupersónu móðurafa Olgu en sá Haig var „fullnumi“, eins konar andlegur gúrú. 

„Hrúturinn hefur höfðinglegt lundarfar, vill að maður sýni honum virðingu og þá fær maður virðingu á móti. Hornin byrgja honum aðeins sýn, svo hann virðist stundum hvumpinn en hann er líka afar þakklátur þegar ég hreinsa hey frá augum hans en það vill setjast ofan á hornin. Hann er afar kjassgefinn og ljúfur.  Forystueðlið er ágætt, hann fer á undan heim og er ekki óþægur,“ segir Olga Marta, rígmontin með fallega hrútinn sinn.

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjár­bóndi á bænum Einars­stöðum í Reykjadal,
með forystuhrútinn Moreward Haig.

Skylt efni: forystufé

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...