Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.
Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.
Eins og fram kemur í frétt í nýju Bændablaði, er verið að athuga hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir rafgreiningu vatns og framleiðslu á vetnisgasi til framleiðslu á ammoníaki, sem síðan verði umbreytt yfir í nítratáburð, með nýjum tækjabúnaði nýsköpunarfyrirtækisins Atmonia.
Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.
Frá 2012 hefur verið unnið að frumkvöðlaverkefni sem gengur út á að þróa lítinn tækjabúnað sem hver og einn bóndi gæti haft heima á bæ og notað til framleiðslu á ammoníaki, einungis með vatni, lofti og rafmagni, sem síðan er hægt að nota beint sem nituráburð eða blanda saman við önnur næringarefni.