Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 13. febrúar 2020

Bændur munu framleiða eigin áburð

Höfundur: smh

Frá 2012 hefur verið unnið að frumkvöðlaverkefni sem gengur út á að þróa lítinn tækjabúnað sem hver og einn bóndi gæti haft heima á bæ og notað til framleiðslu á ammoníaki, einungis með vatni, lofti og rafmagni, sem síðan er hægt að nota beint sem nituráburð eða blanda saman við önnur næringarefni.

Það er nýsköpunarfyrirtækið Atmonia sem vinnur að þróun tækjabúnaðarins, en framleiðslu­aðferðin verður í grundvallar­atriðum frábrugðin hefðbundinni áburðarframleiðslu.

Um algjörlega nýja leið er að ræða þar sem ammoníakið verður framleitt í rafefnafræðilegu kerfi – fullkomlega umhverfisvænu – í stað hins orkufreka og mengandi svokallaðs Haber-Bosch-ferils sem á sér stað í stórum áburðar­verksmiðjum.

Fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar

Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, segir að stefnt sé á að frumgerð tækjabúnaðarins verði tilbúin á næsta ári. „Þetta verður fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar í heiminum og við stefnum á að setja hann á heimsmarkað; fyrst í Evrópu og Bandaríkjunum – þar sem vatnsleyst ammoníak er nú þegar vel þekktur áburður. Þá sjáum við mikil tækifæri í því að tæknin verði nýtt á svæðum þar sem lítill eða enginn aðgangur er að áburði; til dæmis sunnan Sahara og hjá fátækum eyríkjum.

Atmonia er með aðstöðu í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem fimm starfsmenn vinna í fullu starfi við þróunina, en alls koma sex starfsmenn að verkefninu.

Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, fékk hugmyndina að verkefninu árið 2012 þegar hann var að velja sér rannsóknarverkefni. Sú vinna skilaði góðum niðurstöðum og hófust tilraunir í kjölfarið við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Atmonia var svo stofnað árið 2016 eftir að frumkvöðlar verkefnisins höfðu tekið þátt í Startup Energy Reykjavík-hraðlinum. 

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...