Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 13. febrúar 2020

Bændur munu framleiða eigin áburð

Höfundur: smh

Frá 2012 hefur verið unnið að frumkvöðlaverkefni sem gengur út á að þróa lítinn tækjabúnað sem hver og einn bóndi gæti haft heima á bæ og notað til framleiðslu á ammoníaki, einungis með vatni, lofti og rafmagni, sem síðan er hægt að nota beint sem nituráburð eða blanda saman við önnur næringarefni.

Það er nýsköpunarfyrirtækið Atmonia sem vinnur að þróun tækjabúnaðarins, en framleiðslu­aðferðin verður í grundvallar­atriðum frábrugðin hefðbundinni áburðarframleiðslu.

Um algjörlega nýja leið er að ræða þar sem ammoníakið verður framleitt í rafefnafræðilegu kerfi – fullkomlega umhverfisvænu – í stað hins orkufreka og mengandi svokallaðs Haber-Bosch-ferils sem á sér stað í stórum áburðar­verksmiðjum.

Fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar

Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, segir að stefnt sé á að frumgerð tækjabúnaðarins verði tilbúin á næsta ári. „Þetta verður fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar í heiminum og við stefnum á að setja hann á heimsmarkað; fyrst í Evrópu og Bandaríkjunum – þar sem vatnsleyst ammoníak er nú þegar vel þekktur áburður. Þá sjáum við mikil tækifæri í því að tæknin verði nýtt á svæðum þar sem lítill eða enginn aðgangur er að áburði; til dæmis sunnan Sahara og hjá fátækum eyríkjum.

Atmonia er með aðstöðu í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem fimm starfsmenn vinna í fullu starfi við þróunina, en alls koma sex starfsmenn að verkefninu.

Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, fékk hugmyndina að verkefninu árið 2012 þegar hann var að velja sér rannsóknarverkefni. Sú vinna skilaði góðum niðurstöðum og hófust tilraunir í kjölfarið við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Atmonia var svo stofnað árið 2016 eftir að frumkvöðlar verkefnisins höfðu tekið þátt í Startup Energy Reykjavík-hraðlinum. 

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.