Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist er framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 13. febrúar 2020

Bændur munu framleiða eigin áburð

Höfundur: smh

Frá 2012 hefur verið unnið að frumkvöðlaverkefni sem gengur út á að þróa lítinn tækjabúnað sem hver og einn bóndi gæti haft heima á bæ og notað til framleiðslu á ammoníaki, einungis með vatni, lofti og rafmagni, sem síðan er hægt að nota beint sem nituráburð eða blanda saman við önnur næringarefni.

Það er nýsköpunarfyrirtækið Atmonia sem vinnur að þróun tækjabúnaðarins, en framleiðslu­aðferðin verður í grundvallar­atriðum frábrugðin hefðbundinni áburðarframleiðslu.

Um algjörlega nýja leið er að ræða þar sem ammoníakið verður framleitt í rafefnafræðilegu kerfi – fullkomlega umhverfisvænu – í stað hins orkufreka og mengandi svokallaðs Haber-Bosch-ferils sem á sér stað í stórum áburðar­verksmiðjum.

Fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar

Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, segir að stefnt sé á að frumgerð tækjabúnaðarins verði tilbúin á næsta ári. „Þetta verður fyrsti tækjabúnaður sinnar tegundar í heiminum og við stefnum á að setja hann á heimsmarkað; fyrst í Evrópu og Bandaríkjunum – þar sem vatnsleyst ammoníak er nú þegar vel þekktur áburður. Þá sjáum við mikil tækifæri í því að tæknin verði nýtt á svæðum þar sem lítill eða enginn aðgangur er að áburði; til dæmis sunnan Sahara og hjá fátækum eyríkjum.

Atmonia er með aðstöðu í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem fimm starfsmenn vinna í fullu starfi við þróunina, en alls koma sex starfsmenn að verkefninu.

Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, fékk hugmyndina að verkefninu árið 2012 þegar hann var að velja sér rannsóknarverkefni. Sú vinna skilaði góðum niðurstöðum og hófust tilraunir í kjölfarið við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Atmonia var svo stofnað árið 2016 eftir að frumkvöðlar verkefnisins höfðu tekið þátt í Startup Energy Reykjavík-hraðlinum. 

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...