Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.

Í fréttatilkynningu frá Atmonia er haft eftir Munif- Al Munif, yfirmanni tækniþróunar og nýsköpunar hjá Sabic An, að fyrirtækið sé sannfært um að Atmonia muni nái að koma vöru sinni á markað.

Sprotafyrirtækið Atmonia er að þróa efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Segir í til kynningunni að núverandi ammóníakframleiðsluaðferð sé ábyrg fyrir 1-2% af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum.

Með sölu sprotafyrirtækisins á einkaréttinum, sem nær til landanna Sádi-Arabíu, Bahrein, Kúveit og Óman, eykst fjárhagslegt svigrúm fyrirtækisins til frekari þróunarvinnu.

Guðbjörg Rist, framkvæmda- stjóri Atmonia, segir í til- kynningunni að fyrirtækið sé að hefja fjármögnunarferli til að hraða vöruþróun enn frekar, en fyrirtækið finni fyrir mjög mikilli eftirspurn eftir vörunni, þrátt fyrir að hún sé enn í þróun.

Sabic er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem framleiðir efnavörur, málma og plastvörur ásamt næringarefnum til landbúnaðar á stórum skala. Höfuðstöðvar þess eru í Sádi-Arabíu.

Skylt efni: nýsköpun | Atmonia

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...