Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.

Í fréttatilkynningu frá Atmonia er haft eftir Munif- Al Munif, yfirmanni tækniþróunar og nýsköpunar hjá Sabic An, að fyrirtækið sé sannfært um að Atmonia muni nái að koma vöru sinni á markað.

Sprotafyrirtækið Atmonia er að þróa efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Segir í til kynningunni að núverandi ammóníakframleiðsluaðferð sé ábyrg fyrir 1-2% af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum.

Með sölu sprotafyrirtækisins á einkaréttinum, sem nær til landanna Sádi-Arabíu, Bahrein, Kúveit og Óman, eykst fjárhagslegt svigrúm fyrirtækisins til frekari þróunarvinnu.

Guðbjörg Rist, framkvæmda- stjóri Atmonia, segir í til- kynningunni að fyrirtækið sé að hefja fjármögnunarferli til að hraða vöruþróun enn frekar, en fyrirtækið finni fyrir mjög mikilli eftirspurn eftir vörunni, þrátt fyrir að hún sé enn í þróun.

Sabic er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem framleiðir efnavörur, málma og plastvörur ásamt næringarefnum til landbúnaðar á stórum skala. Höfuðstöðvar þess eru í Sádi-Arabíu.

Skylt efni: nýsköpun | Atmonia

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...