Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fréttir 12. júní 2017
Höfundur: smh
Jónatan Hermannsson lét af störfum sem tilraunastjóri í jarðrækt á Korpu um síðustu áramót, eftir þrjátíu ára starfsferil þar meðal annars við korntilraunir og kynbætur. Að skilnaði skilaði hann af sér tveimur byggyrkjum, sem hann hefur þróað á undanförnum árum og bindur talsverðar vonir við.
Yrkin hafa fengið nöfnin Smyrill og Valur, en áður hefur kynbótastarfið á Korpu skilað af sér fjórum yrkjum; Skeglu, Kríu, Lómi og Skúmi.
„Nýju yrkin eru því miður ekki komin á markað enn, þau eru enn í svokölluðu DUS-prófi, sem sannreyna skal að þau séu ólík öðrum yrkjum, einsleit og stöðug,“ segir Jónatan. „Þetta eitt og sér ætti ekki að koma í veg fyrir innflutning, en hitt er það, að við höfum ekki fengið nógu hraða fjölgun á þeim í Svíþjóð, akurlendi hjá kynbótafyrirtækinu virðist takmarkað.
Nöfnin á nýju yrkjunum verða með Is fyrir framan í útlendu útgáfunni. Þau eru hálfsystkin, eiga bæði Skúm sem annað foreldri. Á móti honum eru norsku yrkin sem best reyndust hér á fyrsta áratugi aldarinnar. Þar er um að ræða Arve, Olsok, Lavrans og Tiril. Ekki er gott að vita hver er mótparturinn móti Skúmi í hvoru tilviki, því að víxlunum var í upphafi slegið saman,“ útskýrir Jónatan.
Sexraða og fljótþroska
„Þessi yrki eru bæði sexraða og einkennast af fljótum þroska og eru líka á toppnum í uppskeru. Að ná saman fljótum þroska og svo góðri uppskeru hefur ekki tekist til fullnustu fyrr.
Yrkin bæði eru af sömu hæð og erlend sexraðayrki og virðast gefa hálm í svipuðu magni. Strástyrkur virðist góður, það er legu hefur ekki orðið vart í þeim í tilraunum og ekki hefur heldur blásið úr axi. Þó er ekki hægt að segja að það sé fullreynt. Von er til að sáðkorn fáist til landsins vorið 2019, því miður ekki fyrr,“ segir Jónatan.
Fréttir 19. september 2024
Guðjón ráðinn til Ísey
Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.
Fréttir 19. september 2024
Refaveiði í Skaftárhreppi
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...
Fréttir 18. september 2024
Leyfir ekki sandnám
Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...
Fréttir 18. september 2024
Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...
Fréttir 18. september 2024
Helsingjar valda usla
Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...
Fréttir 17. september 2024
Óarðbær innflutningur
Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...
Fréttir 17. september 2024
Kjötframleiðsla eykst áfram
Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...
Fréttir 16. september 2024
Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...
29. ágúst 2024
Réttalistinn 2024
18. september 2024
Leyfir ekki sandnám
19. september 2024
Refaveiði í Skaftárhreppi
13. október 2017
Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
18. september 2024