Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
WorldFengur fjárvana
Fréttir 28. mars 2022

WorldFengur fjárvana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rekstur WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, er langt frá því að standa undir kostnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur kallað eftir fjármagni til að ráðast í aðkallandi endurnýjun.

Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML

Gagnagrunnurinn Worldfengur er rúmlega 20 ára gamalt sam­starfs­verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins. Þetta er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um íslenska hestinn um allan heim, en þar má finna upplýsingar um ættir, afkvæmi, dóma, eigendur, ræktendur, kynmótamat, örmerki, liti og fleira. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur séð um rekstur hans síðan árið 2020.

Aðgangur að Worldfeng er greiddur gegnum árgjöld sem koma í gegnum hestamannafélög um allan heim, en samkvæmt Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, eru afnotagjöldin langt frá því að svara kostnaði við rekstur grunnsins.

Gunnar Sturluson, forseti FEIF

„Hann var rekinn með 11–13 milljóna króna tapi í fyrra. Við þurfum að endurskoða innheimtu því þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta er miklu meira en eingöngu skýrsluhaldskerfi, heldur grunnurinn að ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Starfið er alþjóðlegt og mikilvægt en er ekki viðurkennt með fjármagni,“ segir Karvel.

Nú sé leitað leiða til að fá hið opinbera til að taka þátt í nauðsynlegum endurnýjunum. „Það þarf að endurnýja grunninn vegna öryggis en einnig er viðmótið úrelt.“ Því þurfi að aðlaga hann að breyttum tímum, snjallvæða og gera notendavænni. Karvel ráðgerir að slík uppfærsla kosti um 30 milljónir króna ofan á almennan rekstur.

„Skilyrði þess að íslenskur hestur sé viðurkenndur sem svo er að hægt sé að rekja ættir hans til Íslands í gegnum WorldFeng. Hann er því algjört lykilgagn í ræktunarstarfinu,“ segir Gunnar Sturluson, forseti FEIF, og vísar þar í reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins (nr. 422/2011). „Það þarf að fylgja því fjármunir ef slíkt á að vera hægt.“

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...