Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
WorldFengur fjárvana
Fréttir 28. mars 2022

WorldFengur fjárvana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rekstur WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, er langt frá því að standa undir kostnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur kallað eftir fjármagni til að ráðast í aðkallandi endurnýjun.

Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML

Gagnagrunnurinn Worldfengur er rúmlega 20 ára gamalt sam­starfs­verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins. Þetta er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um íslenska hestinn um allan heim, en þar má finna upplýsingar um ættir, afkvæmi, dóma, eigendur, ræktendur, kynmótamat, örmerki, liti og fleira. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur séð um rekstur hans síðan árið 2020.

Aðgangur að Worldfeng er greiddur gegnum árgjöld sem koma í gegnum hestamannafélög um allan heim, en samkvæmt Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, eru afnotagjöldin langt frá því að svara kostnaði við rekstur grunnsins.

Gunnar Sturluson, forseti FEIF

„Hann var rekinn með 11–13 milljóna króna tapi í fyrra. Við þurfum að endurskoða innheimtu því þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta er miklu meira en eingöngu skýrsluhaldskerfi, heldur grunnurinn að ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Starfið er alþjóðlegt og mikilvægt en er ekki viðurkennt með fjármagni,“ segir Karvel.

Nú sé leitað leiða til að fá hið opinbera til að taka þátt í nauðsynlegum endurnýjunum. „Það þarf að endurnýja grunninn vegna öryggis en einnig er viðmótið úrelt.“ Því þurfi að aðlaga hann að breyttum tímum, snjallvæða og gera notendavænni. Karvel ráðgerir að slík uppfærsla kosti um 30 milljónir króna ofan á almennan rekstur.

„Skilyrði þess að íslenskur hestur sé viðurkenndur sem svo er að hægt sé að rekja ættir hans til Íslands í gegnum WorldFeng. Hann er því algjört lykilgagn í ræktunarstarfinu,“ segir Gunnar Sturluson, forseti FEIF, og vísar þar í reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins (nr. 422/2011). „Það þarf að fylgja því fjármunir ef slíkt á að vera hægt.“

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.