Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Waldorfsskólinn Sólstöfum: Staða pítsuofnsins eftir hampuppskeru haustsins
Fréttir 3. júní 2022

Waldorfsskólinn Sólstöfum: Staða pítsuofnsins eftir hampuppskeru haustsins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Síðastliðið sumar hófu nemendur Waldorfsskólans Sólstöfum að rækta iðnaðar­hamp af miklum móð með það fyrir augum að nýta jurtina í allt frá tedrykkju til pítsuofns.

Bændablaðið fjallaði um málið síðastliðið haust, er uppskeran átti sér stað, en nú hafa nemendur – undir vökulum augum félaganna Johans Andersen og Gunnars Wium – þurrkað þónokkurt magn hampsins, brotið hann niður í tunnur, hannað pítsuofninn og meira að segja svo lánsöm að vera komin með jógabolta í hendurnar sem mun þjóna þeim tilgangi að steypt verður utan um hann en ætlunin er að ofninn góði verði að hálfu leyti kúlulaga.

Blaðamaður fór á stúfana og ræddi við Gunnar sem fræddi hann um stöðu mála. „Við erum alveg með 8 tíu lítra tunnur fullar af tréni, sem er það sem er inni í stilkunum. En við erum semsé með trénið sem við ætlum að nota sem bindingu í steypuna. Ætlum að blanda saman vatni, tréni og eftir því sem ég komst næst, kalki af einhverju tagi.

Við heyrðum í Pálma Einars­syni í Berufirði sem stendur í verkefni varðandi tilraunaræktun á iðnaðarhampi og úrvinnslu vara úr honum, en hann nýtur þess að búa nálægt á og fékk úr henni leir sem hann hefur verið að vinna með.

Ég fór því upp í Steypustöð, fékk hjá þeim prufu af kalki og prófaði að blanda því og vatni saman við trénið mitt. Steypublöndunin er auðvitað á frumstigi enn sem komið er. Þetta sull lítur kannski svolítið gróft út, en trénið þarf ekkert að vera mikið minna til þess að þetta virki.

Krakkarnir hafa verið að sitja við og brjóta þetta niður með mér en í raun þarf ég að fá ráðleggingar um hvernig er hægt að kurla þetta á fljótvirkari hátt. Miðað við magnið af hampi sem við höfum tekur það okkur krakkana alveg fimmtán ár að brjóta þetta niður,“ segir Gunni og hlær. „Trjákurlarar hafa komið upp í umræðunni jú, en helst þyrftum við að vera með aðgang að einhvers konar hakkara.

Ég prófaði að setja trénið í kaffikvörn og það gekk stórfenglega. En gengur eðlilega einungis fyrir afar lítið magn í einu. Annars er kalk víst ekki besta lausnin fyrir íslenskar aðstæður. Það dregur hratt í sig vökva, losar sig við hann svipað hratt reyndar, en hérlendis gæti þetta farið illa vegna raka og frosts. Það þyrfti helst þá að þekja ofninn að utan með einhverju.

Planið er, eins og sést á myndunum, að hlaða upp eitthvað beis, einhvern ramma úr trjádrumbum og fylla hann til dæmis með grjóti, steypa svo plötu úr venjulegri steypu. Þar ofan á kæmi svo ofninn, þegar við höfum náð að steypa hann og slá utan af honum.

Maður verður bara að prófa sig áfram með áhugann og forvitnina að vopni!“ „Svo kom hellingur af blómum og blöðum með hampinum auðvitað,“ bætir Gunnar við, sem fólk er búið að vera að drekka í tei – það var til dæmis selt á jólabasarnum hjá okkur og var mjög vinsælt. Við höldum því ótrauð áfram, enda hefur hampurinn fest sig í sessi sem liður í starfi okkar hér í skólanum.“

Við kveðjum Gunna sem er bjartsýnn á framhaldið og hlökkum til frekari fregna af ferli pítsuofnsins. 

Skylt efni: Waldorf | pítsuofn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...