Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Fréttir 16. september 2019

Vorfrost og hitabylgjur draga úr uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kenjótt veðurfar og umhleypingar í helstu vínræktarhéruðum Frakklands hafa dregið talsvert úr uppskeru vínþrúgna í sumar og er búist við um 12% samdrætti í ár miðað við meðaluppskeru undanfarinna ára í landinu.

Óvenjulegt veðurfar með vorfrosti og hitabylgjum eru að valda frönskum vínbændum búsifjum. Kuldar í vor og næturfrost á stórum vínræktarhéruðum í Frakklandi urðu þess valdandi að blómvísar vínviðarplöntunnar skemmdust og duttu af plöntunum. Annars staðar þar sem blómvísarnir lifðu af dró talsvert úr blómgun þeirra vegna kals.

Í framhaldi af vorfrostunum tóku við hitabylgjur þar sem hitinn fór yfir 40° Celsíus í suðurhéruðum landsins og plönturnar sviðnuðu illa í hitanum. Regn í ágúst dró víða nokkuð úr skemmdunum en olli meiri skemmdum annars staðar þar sem úrkoman breyttist í hagl, meðal annars í Beaujolais-héraði.

Veðurfræðingar í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku segja að hitastig í heiminum í júlí síðastliðnum sé það hæsta síðan mælingar hófust. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...