Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Fréttir 16. september 2019

Vorfrost og hitabylgjur draga úr uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kenjótt veðurfar og umhleypingar í helstu vínræktarhéruðum Frakklands hafa dregið talsvert úr uppskeru vínþrúgna í sumar og er búist við um 12% samdrætti í ár miðað við meðaluppskeru undanfarinna ára í landinu.

Óvenjulegt veðurfar með vorfrosti og hitabylgjum eru að valda frönskum vínbændum búsifjum. Kuldar í vor og næturfrost á stórum vínræktarhéruðum í Frakklandi urðu þess valdandi að blómvísar vínviðarplöntunnar skemmdust og duttu af plöntunum. Annars staðar þar sem blómvísarnir lifðu af dró talsvert úr blómgun þeirra vegna kals.

Í framhaldi af vorfrostunum tóku við hitabylgjur þar sem hitinn fór yfir 40° Celsíus í suðurhéruðum landsins og plönturnar sviðnuðu illa í hitanum. Regn í ágúst dró víða nokkuð úr skemmdunum en olli meiri skemmdum annars staðar þar sem úrkoman breyttist í hagl, meðal annars í Beaujolais-héraði.

Veðurfræðingar í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku segja að hitastig í heiminum í júlí síðastliðnum sé það hæsta síðan mælingar hófust. 

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...