Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rán Finnsdóttir segir að skilvirkni og öflun sem bestra gagna sé lykilatriði þegar kemur að útlagningu reita.
Rán Finnsdóttir segir að skilvirkni og öflun sem bestra gagna sé lykilatriði þegar kemur að útlagningu reita.
Mynd / Landgræðslan
Fréttir 31. ágúst 2021

Vöktunarreitum GróLindar fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöktunarverkefni GróLindar er fyrsta verkefni sinnar tegundar hér á landi sem ráðist hefur verið í á landsvísu og hefur það meginmarkmið að vakta ástand gróður- og jarðvegsauðlindar Íslands.

Þriðja sumarið í röð vinnur hópur sérhæfðs starfsfólks á vegum Landgræðslunnar að mælingum og útlagningum vöktunarreita víðs vegar um landið. Mæling reitanna er hluti GróLindar, langtímaverkefnis sem hefur það meginmarkmið að vakta ástand gróður- og jarðvegsauðlindar Íslands. Þær upplýsingar sem fást úr vöktuninni eru dýrmætar þegar kemur að ákvarðanatöku um endurheimt vistkerfa og landnýtingu.


Útlagning reitanna fer oft fram við erfiðar aðstæður. Hér er hópur að störfum á heiðunum upp af Lundareykjardal, Botnssúlur í baksýn.

Verkefni á landsvísu

Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni er GróLind fyrsta verkefnið af þessari stærðargráðu sem ráðist hefur verið í á landsvísu og er samstarfsverkefni Landgræðslunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og nánari upplýsingar má finna á www.grolind.is.

Að jafnaði er unnið í tveimur þriggja manna teymum við útlagningarnar, stór hluti starfsfólks eru sumarstarfsmenn sem hafa hlotið þjálfun í gróðurgreiningu og mælingavinnu.

Skilvirkni höfð að leiðarljósi

Rán Finnsdóttir líffræðingur, sem leiðir sumarstarfið, segir að reitirnir séu lagðir út þannig að hægt sé að mæla þá og vakta á sem skilvirkastan hátt og að þeir skili sem mestum upplýsingum sem færðar verða inn í gagnagrunn GróLindar.

„Reitirnir eru 50 x 50 metrar að stærð og fylgja flestar mælingar línum sem dregnar eru í kross út frá miðpunkti. Þær upplýsingar sem fást með mælingum í reitunum eru fjölbreyttar. Dýpt og gerð jarðvegs er mæld ásamt gróðurhæð og gróðurþekju. Jafnframt er mæld samsetning gróðurs ásamt gerð og alvarleika rofs ef það er til staðar. Þessar mælingar endurspegla gerð og ástand vistkerfanna sem mæld eru.


Snorri Magnússon, Hilmar Njáll Þórðarson og Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir létu mýbitið ekki aftra sér við mælingavinnuna.

Mælingarnar verða endurteknar fimmta hvert ár og verður þá hægt að sjá hvort og þá hvernig vistkerfi svæðanna er að breytast, til dæmis hvort rof sé að aukast, minnka eða hvort hlutfall gróðurflokka sé að breytast,“ segir Rán


Lagt af stað með 1.499 reiti

„Vöktunarreitir eru lagðir út í náttúrulegt land en ekki manngert land, eins og framræstum eða ræktuðum túnum eða skógræktarsvæðum. Þegar lagðir eru út reitir í einkalandi er samband haft við landeigendur og þeir upplýstir um staðsetningu reitanna.

Verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en sambærileg verkefni hafa meðal annars verið unnin í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefur verið stuðst við upplýsingar og reynslu þaðan við skipulagningu.

Þegar vinna hófst í sumar var búið að leggja út um 220 reiti og stefnt er á að leggja út 250 til 300 reiti til viðbótar í sumar.

Rán segir að í upphafi mælinga var staðsetning reitanna valin tilviljanakennt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

„Alls var gert ráð fyrir 1.499 reitum á landsvísu en gert er ráð fyrir því að af þeim verði um 1.000 reitir mældir þar sem að ekki er raunhæft að mæla alla reiti vegna erfiðs aðgengis. Takmarkið er að búið verði að leggja út alla reiti í lok sumars 2024.“



Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f