Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks
Fréttir 17. maí 2016

Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá hafa Bændasamtök Íslands verið í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands um að uppræta ólöglegar ráðningar starfsfólks til sveita. Er þar bæði verið að horfa til starfsmanna við hefðbundin bústörf og eins við ferðaþjónustu.

Einn angi slíkra ráðninga er það sem kallað er „vistráðning“ eða „Au Pair“. Þar er ekki um að ræða hefðbundna vinnu og lýtur hún því ekki sömu lögmálum og ráðning samkvæmt kjarasamningum. Þessu er þó stundum ruglað saman og leggja Bændasamtökin áherslu á að menn forðist að blanda vistráðningu  saman við ráðningu starfsfólks til hefðbundinna bústarfa.

Vistráðning er hugsuð sem möguleiki ungs fólks til að mennta sig og kynnast annarri menningu. Ungt fólk býr þá hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum og/eða umönnun barna á heimilinu og lífi fjölskyldunnar eftir atvikum. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið. Útlendingastofnun þarf enn fremur að gefa út vistráðningaleyfi fyrir fólk sem kemur frá löndum utan EES.

Um þessar mundir er verið að breyta lögum um útlendinga og verður í framhaldinu gefin út reglugerð í velferðarráðuneytinu með skýrari ramma um vistráðningar en nú er til staðar. En þar til nýtt regluverk tekur gildi þá eru þetta helstu reglur sem fara skal eftir við vistráðningar.

Viðkomandi á að vera á aldrinum 18–26 ára.

Störf viðkomandi afmarkast við létt heimilisstörf eða umönnun barna en ekki störf í efnahagslegri starfsemi þ.e. framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni.

Hámarks vinnuframlag er 30 stundir á viku.

Greiða skal hinum vistráðna vasapeninga. Útlendingastofnun gefur út árlega hver er lágmarksupphæð vasapeninga en upphæðin er að öðru leyti samningsatriði. Hinn vistráðni á að fá tveggja daga frí í hverri viku.

Tryggja þarf að hinn vistráðni fái nægjanlegan tíma til íslenskunáms og til að geta sinnt eigin áhugamálum.

Ef viðkomandi hyggst dvelja umfram 3 mánuði þarf hann að sækja um skráningu í þjóðskrá og merkja við reit 8b) sem ástæðu umsóknar: http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7832.

Ef viðkomandi kemur frá ríkjum utan EES-svæðisins þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en komið er til landsins: http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair

Nauðsynlegt er að undirrita samning milli fjölskyldunnar og þess sem ræður sig í vist, hér má sjá tillögu að slíkum samningi: http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf

Fjölskyldan þarf að ganga frá sjúkra- og slysatryggingum fyrir þann vistráðna áður en dvöl hefst.

Fjölskylda þarf að ábyrgjast greiðslu vegna heimferðar viðkomandi að starfstíma loknum.


Gögn og upplýsingar um Au pairvistráðningu er meðal annars að finna á eftirfarandi netsíðum:

–http://www.skra.is/thjodskra/flutningur/spurt-og-svarad-um-flutning-ees-efta-rikisborgara/
–http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair
–http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf
–http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/339-2005.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.