Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks
Fréttir 17. maí 2016

Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá hafa Bændasamtök Íslands verið í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands um að uppræta ólöglegar ráðningar starfsfólks til sveita. Er þar bæði verið að horfa til starfsmanna við hefðbundin bústörf og eins við ferðaþjónustu.

Einn angi slíkra ráðninga er það sem kallað er „vistráðning“ eða „Au Pair“. Þar er ekki um að ræða hefðbundna vinnu og lýtur hún því ekki sömu lögmálum og ráðning samkvæmt kjarasamningum. Þessu er þó stundum ruglað saman og leggja Bændasamtökin áherslu á að menn forðist að blanda vistráðningu  saman við ráðningu starfsfólks til hefðbundinna bústarfa.

Vistráðning er hugsuð sem möguleiki ungs fólks til að mennta sig og kynnast annarri menningu. Ungt fólk býr þá hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum og/eða umönnun barna á heimilinu og lífi fjölskyldunnar eftir atvikum. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið. Útlendingastofnun þarf enn fremur að gefa út vistráðningaleyfi fyrir fólk sem kemur frá löndum utan EES.

Um þessar mundir er verið að breyta lögum um útlendinga og verður í framhaldinu gefin út reglugerð í velferðarráðuneytinu með skýrari ramma um vistráðningar en nú er til staðar. En þar til nýtt regluverk tekur gildi þá eru þetta helstu reglur sem fara skal eftir við vistráðningar.

Viðkomandi á að vera á aldrinum 18–26 ára.

Störf viðkomandi afmarkast við létt heimilisstörf eða umönnun barna en ekki störf í efnahagslegri starfsemi þ.e. framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni.

Hámarks vinnuframlag er 30 stundir á viku.

Greiða skal hinum vistráðna vasapeninga. Útlendingastofnun gefur út árlega hver er lágmarksupphæð vasapeninga en upphæðin er að öðru leyti samningsatriði. Hinn vistráðni á að fá tveggja daga frí í hverri viku.

Tryggja þarf að hinn vistráðni fái nægjanlegan tíma til íslenskunáms og til að geta sinnt eigin áhugamálum.

Ef viðkomandi hyggst dvelja umfram 3 mánuði þarf hann að sækja um skráningu í þjóðskrá og merkja við reit 8b) sem ástæðu umsóknar: http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7832.

Ef viðkomandi kemur frá ríkjum utan EES-svæðisins þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en komið er til landsins: http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair

Nauðsynlegt er að undirrita samning milli fjölskyldunnar og þess sem ræður sig í vist, hér má sjá tillögu að slíkum samningi: http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf

Fjölskyldan þarf að ganga frá sjúkra- og slysatryggingum fyrir þann vistráðna áður en dvöl hefst.

Fjölskylda þarf að ábyrgjast greiðslu vegna heimferðar viðkomandi að starfstíma loknum.


Gögn og upplýsingar um Au pairvistráðningu er meðal annars að finna á eftirfarandi netsíðum:

–http://www.skra.is/thjodskra/flutningur/spurt-og-svarad-um-flutning-ees-efta-rikisborgara/
–http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair
–http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf
–http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/339-2005.

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...