Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks
Fréttir 17. maí 2016

Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá hafa Bændasamtök Íslands verið í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands um að uppræta ólöglegar ráðningar starfsfólks til sveita. Er þar bæði verið að horfa til starfsmanna við hefðbundin bústörf og eins við ferðaþjónustu.

Einn angi slíkra ráðninga er það sem kallað er „vistráðning“ eða „Au Pair“. Þar er ekki um að ræða hefðbundna vinnu og lýtur hún því ekki sömu lögmálum og ráðning samkvæmt kjarasamningum. Þessu er þó stundum ruglað saman og leggja Bændasamtökin áherslu á að menn forðist að blanda vistráðningu  saman við ráðningu starfsfólks til hefðbundinna bústarfa.

Vistráðning er hugsuð sem möguleiki ungs fólks til að mennta sig og kynnast annarri menningu. Ungt fólk býr þá hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum og/eða umönnun barna á heimilinu og lífi fjölskyldunnar eftir atvikum. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið. Útlendingastofnun þarf enn fremur að gefa út vistráðningaleyfi fyrir fólk sem kemur frá löndum utan EES.

Um þessar mundir er verið að breyta lögum um útlendinga og verður í framhaldinu gefin út reglugerð í velferðarráðuneytinu með skýrari ramma um vistráðningar en nú er til staðar. En þar til nýtt regluverk tekur gildi þá eru þetta helstu reglur sem fara skal eftir við vistráðningar.

Viðkomandi á að vera á aldrinum 18–26 ára.

Störf viðkomandi afmarkast við létt heimilisstörf eða umönnun barna en ekki störf í efnahagslegri starfsemi þ.e. framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni.

Hámarks vinnuframlag er 30 stundir á viku.

Greiða skal hinum vistráðna vasapeninga. Útlendingastofnun gefur út árlega hver er lágmarksupphæð vasapeninga en upphæðin er að öðru leyti samningsatriði. Hinn vistráðni á að fá tveggja daga frí í hverri viku.

Tryggja þarf að hinn vistráðni fái nægjanlegan tíma til íslenskunáms og til að geta sinnt eigin áhugamálum.

Ef viðkomandi hyggst dvelja umfram 3 mánuði þarf hann að sækja um skráningu í þjóðskrá og merkja við reit 8b) sem ástæðu umsóknar: http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7832.

Ef viðkomandi kemur frá ríkjum utan EES-svæðisins þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en komið er til landsins: http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair

Nauðsynlegt er að undirrita samning milli fjölskyldunnar og þess sem ræður sig í vist, hér má sjá tillögu að slíkum samningi: http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf

Fjölskyldan þarf að ganga frá sjúkra- og slysatryggingum fyrir þann vistráðna áður en dvöl hefst.

Fjölskylda þarf að ábyrgjast greiðslu vegna heimferðar viðkomandi að starfstíma loknum.


Gögn og upplýsingar um Au pairvistráðningu er meðal annars að finna á eftirfarandi netsíðum:

–http://www.skra.is/thjodskra/flutningur/spurt-og-svarad-um-flutning-ees-efta-rikisborgara/
–http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair
–http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf
–http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/339-2005.

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...