Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks
Fréttir 17. maí 2016

Vistráðning (Au Pair) er ekki sambærileg við ráðningu almenns starfsfólks

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá hafa Bændasamtök Íslands verið í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands um að uppræta ólöglegar ráðningar starfsfólks til sveita. Er þar bæði verið að horfa til starfsmanna við hefðbundin bústörf og eins við ferðaþjónustu.

Einn angi slíkra ráðninga er það sem kallað er „vistráðning“ eða „Au Pair“. Þar er ekki um að ræða hefðbundna vinnu og lýtur hún því ekki sömu lögmálum og ráðning samkvæmt kjarasamningum. Þessu er þó stundum ruglað saman og leggja Bændasamtökin áherslu á að menn forðist að blanda vistráðningu  saman við ráðningu starfsfólks til hefðbundinna bústarfa.

Vistráðning er hugsuð sem möguleiki ungs fólks til að mennta sig og kynnast annarri menningu. Ungt fólk býr þá hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum og/eða umönnun barna á heimilinu og lífi fjölskyldunnar eftir atvikum. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið. Útlendingastofnun þarf enn fremur að gefa út vistráðningaleyfi fyrir fólk sem kemur frá löndum utan EES.

Um þessar mundir er verið að breyta lögum um útlendinga og verður í framhaldinu gefin út reglugerð í velferðarráðuneytinu með skýrari ramma um vistráðningar en nú er til staðar. En þar til nýtt regluverk tekur gildi þá eru þetta helstu reglur sem fara skal eftir við vistráðningar.

Viðkomandi á að vera á aldrinum 18–26 ára.

Störf viðkomandi afmarkast við létt heimilisstörf eða umönnun barna en ekki störf í efnahagslegri starfsemi þ.e. framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni.

Hámarks vinnuframlag er 30 stundir á viku.

Greiða skal hinum vistráðna vasapeninga. Útlendingastofnun gefur út árlega hver er lágmarksupphæð vasapeninga en upphæðin er að öðru leyti samningsatriði. Hinn vistráðni á að fá tveggja daga frí í hverri viku.

Tryggja þarf að hinn vistráðni fái nægjanlegan tíma til íslenskunáms og til að geta sinnt eigin áhugamálum.

Ef viðkomandi hyggst dvelja umfram 3 mánuði þarf hann að sækja um skráningu í þjóðskrá og merkja við reit 8b) sem ástæðu umsóknar: http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7832.

Ef viðkomandi kemur frá ríkjum utan EES-svæðisins þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en komið er til landsins: http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair

Nauðsynlegt er að undirrita samning milli fjölskyldunnar og þess sem ræður sig í vist, hér má sjá tillögu að slíkum samningi: http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf

Fjölskyldan þarf að ganga frá sjúkra- og slysatryggingum fyrir þann vistráðna áður en dvöl hefst.

Fjölskylda þarf að ábyrgjast greiðslu vegna heimferðar viðkomandi að starfstíma loknum.


Gögn og upplýsingar um Au pairvistráðningu er meðal annars að finna á eftirfarandi netsíðum:

–http://www.skra.is/thjodskra/flutningur/spurt-og-svarad-um-flutning-ees-efta-rikisborgara/
–http://utl.is/index.php/vistradhning-au-pair
–http://utl.is/files/Leyfi/Au-pair_samingur.pdf
–http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/339-2005.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...