Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...