Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.  Á hópurinn meðal annars að skoða valdheimildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi.

Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku.

Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í upphafi árs og hefur starfshópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforkuöryggi.

Hópurinn  á að veita yfirsýn á heildsölumarkaði raforku og skilgreina öryggismörk um fullnægjandi framboð raforku og heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftirspurn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir í tilkynningu á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins afar mikilvægt að fá yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að tryggja raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. „Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis- og auðlindaráðuneytið.“

Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri.

Aðrir sem starfshópinn skipa eru: Breki Karlsson, f.h. Neytendasamtakanna, Friðrik Friðriksson, f.h. HS Orku hf., Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Landsvirkjunar, Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf., Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf.,

Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, munu starfa með starfshópnum.

Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. Mars 2022.

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...