Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. júlí 2023

Vilja sanngjarnara kerfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Formaður, varaformaður og stjórnarmaður í Strandveiði félagi Íslands funduðu með sjómönnum á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og í Neskaupstað um helgina.

Erindi fundanna er kerfislægur vandi sem strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum glíma við. Veiðarnar verða stöðvaðar í byrjun júlí, á meðan einungis 80 prósent aflans er kominn á land. Þetta sé sama sagan og á síðustu vertíð og bitni mest á svæði C, en þar fer ekki að veiðast almennilega fyrr en í júlí og ágúst.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn Strandveiðifélags Íslands kemur fram að mæting hafi verið góð og að ræddar hafi verið leiðir til að ráða bót á stöðu C svæðisins, sem Strandveiðifélagið kallar „bráðavanda“. Stjórnin segir ljóst að strandveiðisjómönnum sé mest í mun að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta. Strandveiðisjómenn um allt land eru í sama liðinu.

Kjartan Sveinsson formaður, Friðjón Ingi Guðmundsson varaformaður og Álfheiður Eymarsdóttir stjórnarmaður sóttu strandveiðisjómennina heim og segjast hafa fengið dýrmætar upplýsingar af þessum fundum og skipuleggi nú næstu skref.

Skylt efni: strandveiði

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...