Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. júlí 2023

Vilja sanngjarnara kerfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Formaður, varaformaður og stjórnarmaður í Strandveiði félagi Íslands funduðu með sjómönnum á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og í Neskaupstað um helgina.

Erindi fundanna er kerfislægur vandi sem strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum glíma við. Veiðarnar verða stöðvaðar í byrjun júlí, á meðan einungis 80 prósent aflans er kominn á land. Þetta sé sama sagan og á síðustu vertíð og bitni mest á svæði C, en þar fer ekki að veiðast almennilega fyrr en í júlí og ágúst.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn Strandveiðifélags Íslands kemur fram að mæting hafi verið góð og að ræddar hafi verið leiðir til að ráða bót á stöðu C svæðisins, sem Strandveiðifélagið kallar „bráðavanda“. Stjórnin segir ljóst að strandveiðisjómönnum sé mest í mun að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta. Strandveiðisjómenn um allt land eru í sama liðinu.

Kjartan Sveinsson formaður, Friðjón Ingi Guðmundsson varaformaður og Álfheiður Eymarsdóttir stjórnarmaður sóttu strandveiðisjómennina heim og segjast hafa fengið dýrmætar upplýsingar af þessum fundum og skipuleggi nú næstu skref.

Skylt efni: strandveiði

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...