Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Neytendur eru þreyttir á plastumbúðafarganinu sem fylgir grænmetiskaupum og raunar öllum varningi. Það gerir erfitt um vik að minnka plastúrgang frá heimilum. Matís skoðar nú aðferðir til að minnka plastið.
Neytendur eru þreyttir á plastumbúðafarganinu sem fylgir grænmetiskaupum og raunar öllum varningi. Það gerir erfitt um vik að minnka plastúrgang frá heimilum. Matís skoðar nú aðferðir til að minnka plastið.
Mynd / sá
Fréttir 25. október 2023

Vilja leysa grænmetið undan plastfargani

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hávær krafa hefur verið uppi um að plastumbúðir á grænmeti séu minnkaðar og nú er leitað leiða til að bregðast við.

Þeim sem vilja lágmarka plastnotkun sína blöskrar allar þær plastumbúðir sem fylgja grænmetiskaupum og biðja um umhverfisvænni og jafnframt minni pakkningar. Matís tók fyrir fáum misserum það verkefni á arma sína að leita leiða til að mæta þessu. Verkefninu er ætlað að byggja upp hnitmiðaða þekkingu á valkostum fyrir pökkun grænmetis.

Geymsluþolsprófanir og kolefnissporsmælingar

Verkefninu er, skv. upplýsingum frá Matís, skipt í fjóra meginþætti. Í fyrsta lagi verði byggð upp þekking á pökkunaraðferðum og umbúðum fyrir grænmeti. Hyggst Matís leggja vinnu í að afla þekkingar á þessu sviði til að miðla henni á heildstæðan hátt til atvinnulífsins.

Í öðru lagi verða gerðar geymsluþolsprófanir á grænmeti í mismunandi umbúðum. Verður Matís þar í samvinnu við framleiðendur. Í þriðja lagi verða unnir útreikningar á kolefnisspori grænmetis og útvegar Deild garðyrkjubænda þar verkfærin en mælingar verða framkvæmdar á vegum garðyrkjubænda.

Í fjórða og síðasta lagi verður farið í kynningu á verkefninu. Litið er á það sem meginatriði að miðla fenginni þekkingu inn til atvinnulífsins. Þannig geti grænmetisgeirinn tekið ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum og umhverfisvernd. Ætlunin er að gefa út vefbók um pökkun matvæla hjá Matís.

Greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna matvæla

Plastnotkun hefur verið talin auðveldasta leiðin til að draga úr rakatapi grænmetis og varðveita þannig geymsluþol þess og gæði. Það er auk þess notað til að aðgreina vörur og setja vöruna í sölueiningar.

Í skýrslunni Áskorun við pökkun grænmetis, sem kom út hjá Matís á árinu, segir m.a. að þótt fjallað sé sérstaklega um grænmeti í skýrslunni hafi viðfangsefnin almenna skírskotun og þeir sem ætli að pakka öðrum tegundum matvæla ættu að hafa gagn af henni.

Vonast er til þess að verkefnið leiði til framfara við pökkun matvæla og greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna. Ýmsar framtíðarlausnir fyrir umhverfisvænar umbúðir séu við sjóndeildarhringinn og mikið þróunarstarf unnið á þessu sviði bæði á Íslandi og erlendis. Umbúðir úr íslensku hráefni og þekkingu á efnisvinnslu fyrir þær hafi skort, en nokkur nýsköpunarverkefni séu í farvatninu. Einnig sé mikil nýsköpun erlendis tengd umbúðum úr hreinu frumhráefni. Nefna megi þróun á umbúðum úr stoðvef plantna og þörungum. Því sé rétt að fylgjast vel með nýjungum sem líta dagsins ljós. Í viðauka með skýrslunni er yfirlit yfir kjörgeymsluskilyrði fyrir grænmeti, ávexti og krydd.

Samstarfsaðilar Matís um leiðir að minni plastnotkun í virðiskeðju grænmetis eru Deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Var rannsóknin styrkt af Matvælasjóði.

Skylt efni: grænmeti | plastumbúðir

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...