Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Neytendur eru þreyttir á plastumbúðafarganinu sem fylgir grænmetiskaupum og raunar öllum varningi. Það gerir erfitt um vik að minnka plastúrgang frá heimilum. Matís skoðar nú aðferðir til að minnka plastið.
Neytendur eru þreyttir á plastumbúðafarganinu sem fylgir grænmetiskaupum og raunar öllum varningi. Það gerir erfitt um vik að minnka plastúrgang frá heimilum. Matís skoðar nú aðferðir til að minnka plastið.
Mynd / sá
Fréttir 25. október 2023

Vilja leysa grænmetið undan plastfargani

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hávær krafa hefur verið uppi um að plastumbúðir á grænmeti séu minnkaðar og nú er leitað leiða til að bregðast við.

Þeim sem vilja lágmarka plastnotkun sína blöskrar allar þær plastumbúðir sem fylgja grænmetiskaupum og biðja um umhverfisvænni og jafnframt minni pakkningar. Matís tók fyrir fáum misserum það verkefni á arma sína að leita leiða til að mæta þessu. Verkefninu er ætlað að byggja upp hnitmiðaða þekkingu á valkostum fyrir pökkun grænmetis.

Geymsluþolsprófanir og kolefnissporsmælingar

Verkefninu er, skv. upplýsingum frá Matís, skipt í fjóra meginþætti. Í fyrsta lagi verði byggð upp þekking á pökkunaraðferðum og umbúðum fyrir grænmeti. Hyggst Matís leggja vinnu í að afla þekkingar á þessu sviði til að miðla henni á heildstæðan hátt til atvinnulífsins.

Í öðru lagi verða gerðar geymsluþolsprófanir á grænmeti í mismunandi umbúðum. Verður Matís þar í samvinnu við framleiðendur. Í þriðja lagi verða unnir útreikningar á kolefnisspori grænmetis og útvegar Deild garðyrkjubænda þar verkfærin en mælingar verða framkvæmdar á vegum garðyrkjubænda.

Í fjórða og síðasta lagi verður farið í kynningu á verkefninu. Litið er á það sem meginatriði að miðla fenginni þekkingu inn til atvinnulífsins. Þannig geti grænmetisgeirinn tekið ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum og umhverfisvernd. Ætlunin er að gefa út vefbók um pökkun matvæla hjá Matís.

Greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna matvæla

Plastnotkun hefur verið talin auðveldasta leiðin til að draga úr rakatapi grænmetis og varðveita þannig geymsluþol þess og gæði. Það er auk þess notað til að aðgreina vörur og setja vöruna í sölueiningar.

Í skýrslunni Áskorun við pökkun grænmetis, sem kom út hjá Matís á árinu, segir m.a. að þótt fjallað sé sérstaklega um grænmeti í skýrslunni hafi viðfangsefnin almenna skírskotun og þeir sem ætli að pakka öðrum tegundum matvæla ættu að hafa gagn af henni.

Vonast er til þess að verkefnið leiði til framfara við pökkun matvæla og greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna. Ýmsar framtíðarlausnir fyrir umhverfisvænar umbúðir séu við sjóndeildarhringinn og mikið þróunarstarf unnið á þessu sviði bæði á Íslandi og erlendis. Umbúðir úr íslensku hráefni og þekkingu á efnisvinnslu fyrir þær hafi skort, en nokkur nýsköpunarverkefni séu í farvatninu. Einnig sé mikil nýsköpun erlendis tengd umbúðum úr hreinu frumhráefni. Nefna megi þróun á umbúðum úr stoðvef plantna og þörungum. Því sé rétt að fylgjast vel með nýjungum sem líta dagsins ljós. Í viðauka með skýrslunni er yfirlit yfir kjörgeymsluskilyrði fyrir grænmeti, ávexti og krydd.

Samstarfsaðilar Matís um leiðir að minni plastnotkun í virðiskeðju grænmetis eru Deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Var rannsóknin styrkt af Matvælasjóði.

Skylt efni: grænmeti | plastumbúðir

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...