Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórnvöld í Noregi vilja tryggja fæðuöryggi með því að koma upp korngeymslum með sex mánaða lager.
Stjórnvöld í Noregi vilja tryggja fæðuöryggi með því að koma upp korngeymslum með sex mánaða lager.
Mynd / Miguel Bernardo
Fréttir 24. ágúst 2022

Vilja eiga hálfsárs birgðir af korni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Landbúnaðarstofnuninni í Noregi (n. Landbruksdirektoratet) var falið af landbúnaðar- og matvælaráðuneytinu þar í landi að kanna fýsileika þess að hið opinbera kæmi sér upp korngeymslum sem hægt væri að sækja í ef innflutningur á korni stöðvast.

Vinna stofnunarinnar leiðir í ljós að sex mánaða birgðir í korngeymslum hins opinbera séu nauðsynlegar til þess að tryggja fæðuöryggi. Sé miðað við notkun á fóður- og matvælakorni í meðalári þýða þetta 165.000 tonn. Þessi lager er þá viðbót við þær geymslur sem eru þegar í notkun á vegum einkaaðila. Frá þessu greinir Bondebladet.

Sjái norskir bændur fram á að tryggur kaupandi sé að korninu þeirra, þá er bent á að framboð af innlendu korni verði áreiðanlegra. Mynd / Nicolas Messifet
Neyðargeymslur voru áður til

Nú þegar eru til korngeymslur í einkaeigu sem er hægt að nýta fyrir hluta þess sem stofnunin leggur til.

Stjórnvöld voru áður eigendur að Stavanger Havnesilo, sem rúmar 190.000 tonn korns og var byggt sem neyðargeymsla á árum áður. Felleskjøpet Agri er eigandi þeirra korngeymsla í dag og hafa boðið stjórnvöldum geymslupláss fyrir 50.000 tonn korns, sem er tveggja mánaða forði. Ríkisstjórnin þurfi því að fara í framkvæmdir til þess að koma upp því geymsluplássi sem upp á vantar. Minnst sjö ár taki að byggja umrætt geymslupláss frá því ákvörðun um byggingu liggur fyrir.

Getur eflt innlenda framleiðslu

Stofnunin segir að hið opinbera skuli koma að því að kaupa inn kornið. Einkaaðilar munu svo sjá til þess að það sé velta á birgðunum. Ekki er tekin afstaða til þess hvort forðabúrið skuli innihalda innlent eða erlent korn.
Fréttir og upplýsingar um landbúnað og fæðuframleiðslu í heiminum og heima fyrir hafa sjaldan verið mikilvægari en nú á tímum.

Bent er á að sú stefna sem tekin er í því máli muni hafa mikil áhrif á það hvaða aðilar muni sækjast eftir að taka þátt í verkefninu. Ef stefnt er að því að nýta innlent korn getur korngeymsla sem þessi styrkt norska ræktun. Sjái norskir bændur fram á að tryggur kaupandi sé að korninu þeirra, þá er bent á að framboð af innlendu korni verði áreiðanlegra.

Dagana 27. júní til 4. júlí síðastliðinn fór fram í Vejle í Danmörku alþjóðaþing og ráðstefna landbúnaðarblaðamanna. Á rástefnunni voru vel á annað hundrað blaðamenn og fulltrúar fjölmiðla sem sérhæfa sig í skrifum um landbúnað og matvælaframleiðslu frá tæplega 50 löndum. Bændablaðið átti fulltrúa á þinginu.

Þess má geta að Íslendingar eiga á hverjum tíma 4-6 vikna kornbirgðir sem eru að mestu í eigu fóðurframleiðenda.

Skylt efni: utan úr heimi | Korn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...