Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Viðræður halda áfram
Mynd / HKr
Fréttir 13. ágúst 2021

Viðræður halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að viðræður um sölu Bænda­hallarinnar séu enn í gangi. „Eftir að einkaviðræðum við aðila sem tengjast Hótel Óðinsvé hættu hafa fleiri aðilar bæst við og þar á meðal eru viðræður við Háskóla Íslands hafnar að nýju.“

Að sögn Gunnars eru tveir nýir aðilar komnir að borðinu auk Háskólans og þeirra sem tengjast rekstri Hótel Óðinsvé.

„Háskólinn lét verkfræðistofu gera úttekt á ástandi hússins í síðustu viku, það er von á skýrslunni fljótlega og ég geri ráð fyrir að viðræður við Háskólann haldi áfram eftir það.“

Vel staðsett eign

Gunnar segir að það sem standi út af í viðræðunum sé mat á eigninni sem slíkrar. „Bændahöllin er mjög vel staðsett eign og verðmæt sem slík þrátt fyrir að það verði að fara í ýmsar endurbætur á húsinu.

Skuldastaða Bændahallarinnar er óbreytt frá því að reksturinn fór í greiðsluskjól og Arion banki er vel upplýstur um gang viðræðnanna og þau samtöl sem eiga sér stað við fjárfestanna sem hafa áhuga á að kaupa húsið.

Hluti af skuldum Bændahallar­innar eru skuldir við Reykjavíkur­borg vegna opinberra gjalda en líkt og með bankann reynum við að halda borginni upplýstri um stöðu máli hverju sinni.“

Covid og endurbætur

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðarsamar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endurskipulagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020.
Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...