Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðræður halda áfram
Mynd / HKr
Fréttir 13. ágúst 2021

Viðræður halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að viðræður um sölu Bænda­hallarinnar séu enn í gangi. „Eftir að einkaviðræðum við aðila sem tengjast Hótel Óðinsvé hættu hafa fleiri aðilar bæst við og þar á meðal eru viðræður við Háskóla Íslands hafnar að nýju.“

Að sögn Gunnars eru tveir nýir aðilar komnir að borðinu auk Háskólans og þeirra sem tengjast rekstri Hótel Óðinsvé.

„Háskólinn lét verkfræðistofu gera úttekt á ástandi hússins í síðustu viku, það er von á skýrslunni fljótlega og ég geri ráð fyrir að viðræður við Háskólann haldi áfram eftir það.“

Vel staðsett eign

Gunnar segir að það sem standi út af í viðræðunum sé mat á eigninni sem slíkrar. „Bændahöllin er mjög vel staðsett eign og verðmæt sem slík þrátt fyrir að það verði að fara í ýmsar endurbætur á húsinu.

Skuldastaða Bændahallarinnar er óbreytt frá því að reksturinn fór í greiðsluskjól og Arion banki er vel upplýstur um gang viðræðnanna og þau samtöl sem eiga sér stað við fjárfestanna sem hafa áhuga á að kaupa húsið.

Hluti af skuldum Bændahallar­innar eru skuldir við Reykjavíkur­borg vegna opinberra gjalda en líkt og með bankann reynum við að halda borginni upplýstri um stöðu máli hverju sinni.“

Covid og endurbætur

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðarsamar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endurskipulagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020.
Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...