Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðræður halda áfram
Mynd / HKr
Fréttir 13. ágúst 2021

Viðræður halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að viðræður um sölu Bænda­hallarinnar séu enn í gangi. „Eftir að einkaviðræðum við aðila sem tengjast Hótel Óðinsvé hættu hafa fleiri aðilar bæst við og þar á meðal eru viðræður við Háskóla Íslands hafnar að nýju.“

Að sögn Gunnars eru tveir nýir aðilar komnir að borðinu auk Háskólans og þeirra sem tengjast rekstri Hótel Óðinsvé.

„Háskólinn lét verkfræðistofu gera úttekt á ástandi hússins í síðustu viku, það er von á skýrslunni fljótlega og ég geri ráð fyrir að viðræður við Háskólann haldi áfram eftir það.“

Vel staðsett eign

Gunnar segir að það sem standi út af í viðræðunum sé mat á eigninni sem slíkrar. „Bændahöllin er mjög vel staðsett eign og verðmæt sem slík þrátt fyrir að það verði að fara í ýmsar endurbætur á húsinu.

Skuldastaða Bændahallarinnar er óbreytt frá því að reksturinn fór í greiðsluskjól og Arion banki er vel upplýstur um gang viðræðnanna og þau samtöl sem eiga sér stað við fjárfestanna sem hafa áhuga á að kaupa húsið.

Hluti af skuldum Bændahallar­innar eru skuldir við Reykjavíkur­borg vegna opinberra gjalda en líkt og með bankann reynum við að halda borginni upplýstri um stöðu máli hverju sinni.“

Covid og endurbætur

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðarsamar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endurskipulagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020.
Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.