Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Viðbótartryggingar varðandi salmonellu
Fréttir 2. október 2019

Viðbótartryggingar varðandi salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Viðbótartryggingin þýðir að þessum matvælum skal alltaf fylgja vottorð sem byggja á salmonellu­rannsóknum og sýna að hún hafi ekki greinst. Í því felst að framleiðandi eða sendandi vörunnar taki sýni úr öllum sendingum á kjúklinga- og kalkúnakjöti, sem og úr eggjum. Ef varan er laus við salmonellu er gefið út vottorð þess efnis. Án slíks vottorðs verður innflutningur ekki heimilaður. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2020.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði íslenskum stjórnvöldum hinn 16. janúar síðastliðinn að setja umræddar viðbótartryggingar að undangenginni umsókn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hinn 4. júlí 2018.

Drög að reglugerðinni voru birt á Samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 4.–18. september en engar athugasemdir bárust.

Viðbótartryggingarnar eru unnar í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní síðastliðinn. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...