Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Viðbótartryggingar varðandi salmonellu
Fréttir 2. október 2019

Viðbótartryggingar varðandi salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Viðbótartryggingin þýðir að þessum matvælum skal alltaf fylgja vottorð sem byggja á salmonellu­rannsóknum og sýna að hún hafi ekki greinst. Í því felst að framleiðandi eða sendandi vörunnar taki sýni úr öllum sendingum á kjúklinga- og kalkúnakjöti, sem og úr eggjum. Ef varan er laus við salmonellu er gefið út vottorð þess efnis. Án slíks vottorðs verður innflutningur ekki heimilaður. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2020.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði íslenskum stjórnvöldum hinn 16. janúar síðastliðinn að setja umræddar viðbótartryggingar að undangenginni umsókn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hinn 4. júlí 2018.

Drög að reglugerðinni voru birt á Samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 4.–18. september en engar athugasemdir bárust.

Viðbótartryggingarnar eru unnar í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní síðastliðinn. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.