Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar 72 nemendur brautskráðust frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 31. maí.

Nemendur voru þar að klára starfsmenntanám, háskólabrautir og framhaldsnám. Tabea Elisabeth útskrifaðist úr landslagsarkitektúr með einkunnina 8,97 en hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta árangur fyrir BS-lokaverkefni ásamt Magnúsi Guðbergi Jónssyni Núpan. Í lokaverkefni sínu vann Tabea hönnunarleiðbeiningar tengdar frjókornaofnæmi í borgarlandslagi. Viðfangsefni Magnúsar var býflugnarækt í borgarumhverfi.

Lára Guðnadóttir hlaut verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir besta árangur á búfræðiprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Sunna Lind Sigurjónsdóttir er handhafi verðlauna RML fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum en hún var einnig verðlaunuð fyrir árangur í námsdvöl. Vésteinn Valgarðsson hlaut verðlaun, gefin af Líflandi, fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum. Í heild voru 22 nýir búfræðingar útskrifaðir ásamt tveimur garðyrkjufræðingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ. Skólinn brautskráði nemendur af fimm BS-brautum. Eydís Ósk Jóhannesdóttir og Marta Stefánsdóttir hlutu verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir góðan árangur á búvísindabraut. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í hestafræðum og Anna Björg Sigfúsdóttir fyrir góðan árangur í náttúru- og umhverfisfræðum. Narfi Hjartason hlaut svo verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi í skógfræði.

Sautján nemendur útskrifuðust með meistarapróf. Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Franklin Harris fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námi á umhverfisbreytingum á norðurslóðum og Kári Freyr Lefever fyrir frábæran árangur í rannsóknamiðuðu meistaranámi. Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu að því er fram kemur í tilkynningu LbhÍ.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...