Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar 72 nemendur brautskráðust frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 31. maí.

Nemendur voru þar að klára starfsmenntanám, háskólabrautir og framhaldsnám. Tabea Elisabeth útskrifaðist úr landslagsarkitektúr með einkunnina 8,97 en hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta árangur fyrir BS-lokaverkefni ásamt Magnúsi Guðbergi Jónssyni Núpan. Í lokaverkefni sínu vann Tabea hönnunarleiðbeiningar tengdar frjókornaofnæmi í borgarlandslagi. Viðfangsefni Magnúsar var býflugnarækt í borgarumhverfi.

Lára Guðnadóttir hlaut verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir besta árangur á búfræðiprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Sunna Lind Sigurjónsdóttir er handhafi verðlauna RML fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum en hún var einnig verðlaunuð fyrir árangur í námsdvöl. Vésteinn Valgarðsson hlaut verðlaun, gefin af Líflandi, fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum. Í heild voru 22 nýir búfræðingar útskrifaðir ásamt tveimur garðyrkjufræðingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ. Skólinn brautskráði nemendur af fimm BS-brautum. Eydís Ósk Jóhannesdóttir og Marta Stefánsdóttir hlutu verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir góðan árangur á búvísindabraut. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í hestafræðum og Anna Björg Sigfúsdóttir fyrir góðan árangur í náttúru- og umhverfisfræðum. Narfi Hjartason hlaut svo verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi í skógfræði.

Sautján nemendur útskrifuðust með meistarapróf. Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Franklin Harris fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námi á umhverfisbreytingum á norðurslóðum og Kári Freyr Lefever fyrir frábæran árangur í rannsóknamiðuðu meistaranámi. Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu að því er fram kemur í tilkynningu LbhÍ.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...