Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Mynd / Jón Gíslason
Fréttir 26. október 2020

Vel þegin samverustund í amstri haustsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.

Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson.

Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli.

Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. 

Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er
Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn,
Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst
til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta,
besta hrút sýningarinnar.

Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá
vinstri: Magnús Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.