Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Mynd / hakaimagazine.com.
Fréttir 2. september 2021

Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa stöðvað veiðar með trolli á stórum svæðum meðfram strönd landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð.

Í dag hefur rúmlega 260 þúsund ferkílómetra hafsvæði utan við Sussex verið friðað fyrir troll og snurvoðarveiðum. Vonast er til að með stöðvun veiðanna muni þangskógarnir og hrygningarstöðvar ýmissa lífvera og fisktegunda ná að jafna sig eftir áratuga slæma meðferð. Umhverfisverndarsinninn og fræðarinn David Attenborough hefur verið ötull stuðningsmaður verndaraðgerðanna og segir þær tímamótaskref í átt til verndunar hafsvæða umhverfis Bretlandseyjar.

Lífríki þangskóganna er gríðarlega fjölbreytt og vistkerfi þeirra margbreytilegt þar sem innan um þangið eru uppeldisstöðvar margra nytjategunda, auk þess sem á botni þess lifa krossfiskar, ígulker og ótalinn fjöldi tegunda af smádýrum sem eru fæða fyrir stærri dýr.

Auk þess bindur þang mikið magn koltvísýrings og því öflugur samherji í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Skylt efni: Umhverfismál | þang

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...