Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Veðurspáin er kólnandi, er allt klárt fyrir komandi vetur?
Fréttir 15. október 2019

Veðurspáin er kólnandi, er allt klárt fyrir komandi vetur?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það á ekki að koma neinum á óvart að eftir sumri kemur vetur, en það er svo merkilegt að um helmingur Íslendinga virðast alltaf vera jafn óundirbúnir fyrir fyrstu hálkumorgna og fyrsta snjóinn.  Ótrúlega algengt er að sjá á fyrstu dögum kulda illa klætt fólk í skótaui sem frekar hentar á sólarströndum.

Fyrstu hálkudagar koma líka bíleigendum alltaf jafn mikið á óvart, en í margar vikur á undan þeim degi var ekkert að gera á dekkjaverkstæðunum, er ekki kominn tími til að hugsa rétt? Það kemur alltaf vetur.

Langar bílaraðir og fólk að ýta bílum

Reglugerð um vetrardekk: Nagla­dekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Vakin er athygli á því að á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl skal mynstursdýpt hjólbarða vera a.m.k. 3 mm. Ótrúlega margir draga það að setja vetrardekkin undir bíla, svo margir hugsa svona að þegar kemur hálka og snjór fara allir þessir sömu á sama degi á dekkjaverkstæðin og bíða í langri röð eða reyna að panta tíma. Þegar vetrardekkja­törnin stendur sem hæst á hjólbarða­verkstæðunum er ekki óalgengt að þegar pantað er í dekkjaskipti þarf viðkomandi að bíða í viku til tíu daga. Á meðan er úti snjór og hálka, umferðin enn hægari og fólk að ýta föstum bílum.

Vetrargeymsla á ýmsum tækjum

Það er alltaf best að geyma eins mikið af tækjum inni á veturna, en það eru ekki allir sem búa svo vel að geta geymt öll sín tæki inni. Ef svo er þá er best að reyna að koma tækinu á þannig stað að almennt festi þar ekki snjó, hjólbarðar mega helst ekki standa lengi á grasi (best að setja spýtu eða steinhellu undir dekk).

Tæki eins og reiðhjól, mótor­hjól, fjórhjól og snjósleðar þurfa helst að vera inni yfir veturinn því að rysjótt íslenskt veðurfar fer ekki vel með þessi og flest önnur tæki (mörg dæmi eru um að eftir einn vetur úti í snjóskafli er reiðhjól ónýtt, en endist ár eftir ár sé það í góðri geymslu). Ef leggja á vél eða tæki í frekar langan tíma þá er mjög gott að sprauta yfir tækið olíu sem unnin er úr ullarfitu og er mjög gott smurefni sem er náttúruvænt og ver vel fyrir seltu og raka.

Veðurspáin er í lagi í viku fyrir sunnan, en það á að snjóa fyrir norðan eftir helgi. Látum ekki taka okkur í „bælinu“, það er alveg að fara að koma vetur og snjór. Verum með vetrarskóna og fötin tilbúin og enn eru örfáir dagar í að fyrsti snjórinn komi og þá væri gott að bíllinn sé rétt dekkjaður. Veturinn, hálkan og snjórinn kemur eins og alltaf, verum tilbúin.

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...